Fjölmiðlar þjarma að BBC – ekki RÚV

frettinFjölmiðlar, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Breska ríkisútvarpið BBC sagði ranglega í frétt að bankareikningi stjórnmálamannsins Nigel Farage hefði verið lokað af viðskiptalegum ástæðum, Farage væri í fjárhagskröggum. Ástæðan reyndist vera pólitísk. Bankinn lokaði reikningi Farage vegna stjórnmálaskoðana.

Breskir fjölmiðlar herja á BBC að gera grein fyrir óverjandi fréttaflutningi. BBC hefur birt leiðréttingu á rangri frétt. En það þykir ekki nóg. Fréttamaður BBC á að biðjast afsökunar og útskýra hvers vegna röng frétt var birt, skrifar Telegraph.

RÚV sætir ekki sama aðhaldi frá íslenskum fjölmiðlum og BBC frá breskum. Fréttamenn misnotuðu andlega veika konu Páls skipstjóra Steingrímssonar til að byrla og stela síma hans, sem varð uppistaða í raðfréttum RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans).

Þrír þjóðþekktir fréttamenn, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan fréttamaður og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa hrökklast frá RÚV eftir að lögreglurannsókn hófst á byrlunar- og símastuldsmálinu um mitt ár 2021. Ekki herja íslenskir fjölmiðlar á RÚV og krefjast upplýsinga um aðild fréttamanna ríkisfjölmiðilsins að alvarlegum afbrotum.

Annað dæmi um silkihanska fjölmiðla þegar RÚV er annars vegar er Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands.

Samkvæmt Fréttinni er Sigríður Dögg þekkti blaðamaðurinn sem viðurkenndi skattalagabrot upp á tugi milljóna króna fyrir tveim árum en fékk að fela brotið sjónum almennings.

Formaður Blaðamannafélags Íslands taldi ekki fram tekjur af íbúðum sem hann leigði ferðamönnum í skammtímaleiga í gegnum Airbnb. Sigríður Dögg endurgreiddi vangoldinn skatt með 25 prósent álagi í gegnum einkahlutafélag sitt. Fyrir tveim árum skilaði einkahlutafélagið sjö milljón króna hagnaði, samkvæmt Fyrirtækjaskrá. Árin þar á undan var engum ársreikningum skilað.

Formaður stéttafélags blaðamanna fékk sérmeðferð hjá skattayfirvöldum. Aðrir í sömu sporum fengu á sig opinbera málssókn frá saksóknara. Sigríði Dögg var leyft að gera upp vantaldar leigutekjur í gegnum einkahlutafélag, gagngert til að blettur félli ekki á starfsheiður formanns Blaðamannafélags Íslands og fréttastofu RÚV.

Fjölmiðlar, Fréttin undanskilin, sjá í gegnum fingur sér. Ef Sigríður Dögg væri fréttamaður BBC og formaður breskra blaðamannasamtaka kæmist hún ekki upp með að þegja málið af sér. Þögn Sigríðar Daggar og ríkisfjölmiðilsins er sjálfstæð frétt - en ósögð. 

Skildu eftir skilaboð