Jón Magnússon skrifar:
Svokallaðir vinstri flokkar, sem kenna sig við almannahagsmuni, hafa á nokkrum árum skipt algerlega um áherslur. Þeir berjast ekki lengur fyrir hagsmunum vinnandi stétta, hinn almenna verkalýð. Ekki manninn sem Steinn Steinar orti um í ljóði sinu "Verkamaður"
Barátta meintra verkalýðsflokka, nýja vinstrisins snýst ekki um kaup og kjör heldur að troða hælisleitendum inn í landið á kostnað skattgreiðenda. Kolefnisjöfnun með hækkun skatta og verðlags og koma í veg fyrir möguleika vinnandi fólks til að ferðast. Á sama tíma fara auðmennirnir hvert sem þeir vilja á einkaþotum án þess að nýja vinstrið hafi neitt við það að athuga.
Gæluverkefni vinstra fólksins er að banna arðskapandi atvinnu ef hún er þeim ekki að skapi eins og hvalveiðar og strandveiðar. Fjöldi alþýðumanna er sviptur lífsviðurværi en það skiptir ný-vinstrið engu máli og transhyggja hinna örfáu og kynræna sjálfræðið er að þeirra mati aðalatriði ásamt því að skipta um þjóð í landinu.