Geir Ágústsson skrifar:
Fyrirsögn sem gengur á milli fjölmiðla núna er einhver útgáfa af eftirfarandi setningu:
Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2025
Þetta er víst niðurstaða rannsóknar sem nýlega var gefin út.
En rannsóknin segir ekkert þessu líkt. Hún segir eitthvað í áttina að:
Viðsnúningur á Golfstraumnum talinn 95% líklegur til að gerast á bilinu 2025-2095
Núna vandast málið. Hvað þýðir það?
Jú, að mestar líkur eru á að eitthvað gerist á tímabilinu 2025-2095 sem þýðir að líklegast gerist eitthvað um miðbik tímabilsins.
Þetta mætti setja í annað samhengi. Segjum að manneskja sé 50 ára í samfélagi þar sem lífslíkur eru 80 ár. Það er þá kannski hægt að segja að 95% líkur séu á að manneskjan deyi á aldrinum 51 ára til 110 ára. Líklegast í kringum 80 árin en mögulega einhvern tímann fyrr eða seinna.
Rannsóknin sjálf segir raunar að mestar líkur séu metnar árið 2057, svo ekki þarf mikla blaðamennsku til að láta ekki blekkjast:
Þannig er áætlað að viðsnúningurinn verði árið 2057, ...
**********
"Thus, the tipping time is estimated to be in the year 2057," ...
Blaðamaður sem fjallar um vísindarannsóknir gæti mögulega vitað hvernig á að túlka líkur og tímabil í vísindarannsókn en líklega ekki.
Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum? Létu sér fyrirsagnir duga? Útdrætti blaðamannafulltrúa?
Nei, alls ekki.
En þar með er ekki sagt að við eigum að láta blekkjast. Það tók mig 1 mínútu að finna rannsóknina, leita að ártalinu 2025 og sjá hvað var raunverulega sagt.
Ekki treysta blaðamönnum. Ekki treysta fjölmiðlum. Ekki láta blekkjast. Ekki hræðast.
One Comment on “Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum?”
,,Viðsnúningur á Golfstraumnum talinn 95% líklegur til að gerast á bilinu 2025-2095.”
EF. Einhver. ,,Viðsnúningur.” Verður. Yfirleitt. Á. Golfstraumnum.
Hversu líklegt er það?
Einmitt.