Arnar Sverrisson skrifar:
Matthew Ehrat er er kanadískur blaðamaður. Í nýlegri grein um frönsku byltinguna, segir hann m.a.:
Ég var eins og þrumu lostinn, þegar ég gluggaði í grein franska sagnfræðingsins, Pierre Beaudry, „Hvers vegna engin var frönsk bylting í Frakklandi.“ Þar er m.a. fjallað um Jean-Sylvain Bailly (Benjamin Franklin frönsku byltingarinnar). Ég komst að því, að þjóðsagan um frönsku byltinguna er í raun fátt annað en bresk goðsagnagerð, sem fátt eitt hefur með hina raunverulegu atburðarás að gera.
Pierre Beaudry hefur einnig skrifað bók um efnið, „Frakkland, Kanada og franska byltingin.“
Jean-Sylvain Bailly
Jean-Sylvain Bailly (1736-1793) var merkur stjörnu- og stærðfræðingur, einn forustumanna frönsku byltingarinnar í upphafi hennar. Hann var í hópi þeirra, sem sór stjórnarskráreið hinna óbreyttu á þinginu (Estates General). Hinir meginhópanna í samfélagi þeirra tíma (Triers État) voru kirkjunnar þjónar og yfirstéttin. Jean-Sylvain og félagar sóru þess eið á tennisvelli (Serment du Jeu de Paume) að láta ekki undan síga í baráttunni gegn konungsveldinu, fyrr en skrifleg stjórnarskrá lægi fyrir.
Jean-Sylvain var einnig borgarstjóri í París. Hann var vinur prentarans, vísinda- og stjórnmálamannsins, Benjamin Franklin (1706-1790), sem kom við sögu sjálfstæðisbaráttu bandarísku nýlendnanna frá breska heimsveldinu, einn svokallaðra stofnfeðra Bandaríkja Norður-Ameríku. Benjamin var sendiherra ríkis síns í Frakklandi.
Jean-Sylvain var einnig hvatamaður að mannréttindayfirlýsingu þingsins, sem samþykkt var 26. ágúst 1789. Þjóðþingið var stofnað með samþykki konungs, Loðvíks XVI. Því var ætlað að ráða ríkinu til jafns við konung (svipað því, sem síðar var stofnað í Danmörku t.d.). Jean- Sylvain varð yfirmaður nýstofnaðs þjóðvarðliðs. Allt átti þetta sér stað með friði og spekt, engar blóðsúthellingar, þar til Jakobínar létu til skarar skríða.
Jakobínar voru margfaldir í roðinu
Jakobínar voru upphaflega félagsskapur róttækra fulltrúa frá Bretaníu (Club Breton), sem breyttu nokkrum sinnum um nöfn, en almennt þekktir sem „Jakobínafélagið“ (Club des Jacobins), eftir að þeir tóku að funda í klaustri Dómínikanareglunnar, kennt við Jakob (Courvent des Jacobins).
Jakobínar voru margfaldir í roðinu, klofnir í fylkingar og elduðu grátt silfur sin á milli. Þeir voru hvattir til dáða af Byltingarfélaginu (Revolution Society) í Lundúnum. Síðar var félagsskapurinn gerður öllum opinn, en í raun sóttu þangað aðallega stöndugir karlmenn. Konur fengu ekki beina aðild, en fylgdust með úr stúkunum í fundarsalnum.
Meðal Jakobína voru greinilega morðóð fúlmenni, sem gerðu fólk umvörpum höfðinu styttra í fallöxinni góðu. Þar fauk t.d. höfuð konungs og drottningar. Meira að segja efnafræðingurinn, Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) var höggvinn. „Byltingin þarf ekki á vísindamönnum að halda,“ öskruðu Jakobínar. Árið 1794 höfðu um 40.000 manna verið myrtar. Þá var talað um ógnarstjórn.
Aðalleiðtogi Jakobína í frönsku byltingunni, á tímabili ógnarstjórnarinnar, var lögfræðingurinn, Maximilian Francois Marie Isidore de Robespierre (1758-1794). Jakobínar voru svokallaðir vinstri menn vegna sætaskipunar í þinghúsinu. Erfðaveldissinnar sátu til hægri. Frakkland varð á skammri stundu að lögreglu- og eftirlitsríki. Ofstæki Maximillian var svo ofboðslegt, að hann var sjálfur látinn leggjast undir maddömu Guillotine (fallexina).
Hvað fór úrskeiðis?
Hvað olli, hvað fór úrskeiðis? Frakkar fóru á hausinn, þjóðin (þó ekki yfirstéttin) svalt og bankaauðvaldið læsti fastar í þá klónum. Prófesssor Pierre Baudry skrifar á þessa leið:
Í Parísarsamningunum árið 1783 viðurkenndu Frakkar (eins og Bretar) sjálfstæði hinna nýju Bandaríkja Norður-Ameríku. Í þessum samningi og öðrum, sem fylgdi í kjölfarið þrem árum síðar, gengust Frakkar inn á algert verslunarfrelsi, sem reyndist sjálfmorði líkast fyrir þá. Efnahagur þeirra hrundi á örskömmum tíma og konungleg fjárlög sömuleiðis. Frakkar grátbáðu Breta um korn. Þeir neituðu hins vegar eins og Írum síðar í hungursneyðinni miklu.
Þegar hungraður múgurinn mótmælti eins og í Sankti Pétursborg rúmri öld síðar (brauðbyltingin), var honum svarað með skothríð af ríkisvaldinu. Múgurinn kallaði á „frelsara.“ Nefnd voru nöfn Jaques Necker (1732-1804), bankamanns og fjármálaráðherra, sem lagt hafði að Loðvíki að afsala sér völdum, og Jakobínans, aðals- og auðmannsins, Louis Philippe Joseph (1747-1793) hertoga af Orleans, sem alið hafði í brjósti drauma um að koma á bresku stjórnkerfi (konungur, lávarðadeild, fulltrúadeild) og sjálfur að gerast konungur. Því þurfti að ryðja frændanum, konungnum, og slekti hans, úr vegi. En það fór ekki betur en svo, að hann var neyddur undir maddömu Guillotine.
Bankamenn sáu sér leik á borði
Bankamenn sáu sér leik á borð í grundroða og morðæðii, t.d. sjálfur hinn svissneski Jaques Necker (frá Genfar), sem var fjármálaráðherra og í slagtogi með forsætisráðherra Breta, William Petty Fitzmaurice Shelburne (1737-1805), lávarði. Sá gegndi lykilhlutverki í friðarsamningum ríkisstjórnar sinnar og nýlendnanna. Hinn fyrrnefndi hafði haft forgöngu um gríðarlegar lántökur, m.a. til að fjármagna þátttöku Frakka í frelsisstríði bandarísku nýlendnanna.
(Þessa list kunnu bankajöfrarnir sem sé, löngu áður en þeir komu Alþjóðabankanum (World Bank) og Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðnum (International Monetary Fund) á laggirnar.)
Í allri samsærisringulreiðinni sá Napoleon (Buonaparte) Bonaparte (1769-1821), lýðveldissinni og herforingi, sér leik á borði, lét dubba sig upp til ræðismanns og síðar til erfðakóngs í Frakklandi með fulltingi Jakobína, sem hann var handgenginn. Og svo fór hann í stríð „við“ Evrópu, sem stóð yfir í hálfan annan áratug - með bankaveldið að bakhjörlum.
Það voru fleiri snertifletir Napoleons við bankaveldið, þ.e. bæði við Jesúítahreyfinguna og leynireglur Illuminati og Frímúrara. Emmanuel-Jospeh Sieyés (1748-1836), ráðgjafi Naopoleons var einmitt Jesúíti og einn af atkvæðamestu framámönnum í frönsku byltingunni. Hann hóf nám í trúfræði við Sorbonne, en leiddist hún og varði tíma sínum til að nema heimspekileg stjórnmálafræði. Hann hreifst af John Locke (1632-1704) og Étienne Bonnot de Condillac (1715-1780).
Það var einmitt Emmanuel-Joseph sem í bandalagi við Jospeh Fourché (1759-1820), yfirmann lögreglunnar, og Charles-Maurice de Talleyrand-Périgord (1754-1838), gerði samsæri gegn byltingarstjórninni (Directorate), þar sem hver höndin var upp á móti annarri, og setti Napoleon sem ræðismann og síðar keisara (Coup de 18 Brumaire). Þetta átti sér stað árið 8 (1799) samkvæmt tímatali frönsku byltingarinnar.
Jesúítahreyfingin örlagavaldur í frönsku byltingunni
Jesúítahreyfingin, örlagavaldur í frönsku byltingunni, var eins konar stuðningsher Páfa. Hreyfingin var stofnuð árið 1539 og viðurkennd af páfa ári síðar. Hún var stig- og deildaskipt. Hluti félagsmanna sinnti menntun og trúboði um allan heim. En skilyrðislaus hlýðni og grimmd var áberandi rétt eins og hjá Jakobínum. Bræður í trúnni sverja t.d. þennan eið:
„Ég lýsi því yfir, að sjálfur sé ég skoðana- og viljalaus .. en mun engu að síður heyja grimmilegt stríð, hvort heldur á laun eða fyrir allra augum, gegn öllum villutrúarmönnum, mótmælendum og frjálslyndum, samkvæmt þeim fyrirmælum, sem mér eru gefin, útrýma og eyða af öllu jarðríki. Og ég mun í engu þyrma [fólki] vegna aldurs, kynferðis eða stéttar. Ég mun upphengja, brenna, sjóða, elda, húðfletta, kyrkja og grafa synduga mótmælendur, rista kvið og móðurlíf eiginkvenna þeirra, og berja höfðum barnanna við vegg, í því skyni að eyða hræðilegu kyni þeirra um alla eilífð.“
Svona heldur ofbeldissvallið áfram. Það má brugga fólki launráð, eitra fyrir því, reka það í gegn með hnífi og svo framvegis, hver svo sem á í hlut, hvenær sem skipanir berast um slíkt frá páfa eða Jesúítareglunni. Það er svo sem ekki að undra, að eiðinn skuli undirrita í eigin blóði og beðið um allra handa pyndingar og vistunar í myrkravíti, bregðist bróðir reglubræðrum.
Frímúrarareglan (Free Maison)
Á þessum tíma hafði Frímúrarareglan (Free Maison) verið stofnuð. Stofnendur voru iðnaðarmenn (múrarar). Það vakti fyrir þeim að vernda iðnir sínar og leyndarmál, tengdum þeim. Því var þagmælsku, tryggðar og trúnaðar krafist í ætt við það, sem þekktist meðal Jesúíta, sem gerðu sig heimakomna í reglunni, eins og endurspeglast t.d. í stofnun Stórstúku af fyrstu gráðu (Premier Grand Lodge) í Englandi 1717. (Ólærðir gengu í regluna fúsir og fríir, þess vegna er reglan kölluð „Frí-múrarar.“)
Síðar bættust í þessa hreyfingu Illuminati, þriðja leynihreyfingin, stofnuð 1776. Stofnendur hennar voru Adam Weisshaupt (1848-1830), menntaður af Jesúítum, og bankamaðurinn, Meyer Amchel Rotschild (1744-1812). Þeir stefndu að alheimsstjórn og ríkisstofnun Gyðinga.
Jesúítahreyfingunni óx svo fiskur um hrygg, að henni mátti líkja við fyrri hermennskuhreyfingar eða alþjóðaheri páfa eins og Musterisriddaranna (Knights Templar), sem gerðu ítrekaðar innrásir í lönd Múhameðstrúarmanna í umboði og skattaskjóli páfa. Páfi auðgaðist bæði af ránum þeirra og bankastarfsemi.
Jesúítahreyfingin varð að eins konar alþjóðaríki, konungum álfunnar til ama. Þeir lögðu þrýsting á páfa um að afnema regluna. Það gerði svo Klemens (Clement) XIV (Giovanni Vincenzo Antonio Ganganelli (1705-1774)), enda þótt hann væri sjálfur menntaður af Jesúítum. Hann bannaði starfsemi hreyfingarinnar árið 1773. Ári síðar var hann myrtur.
(Því má við bæta, að Klemens hlaut sömu örlög og Filippus IV konungur Frakka fyrrum. Sá átti eins og fleiri konungar Evrópu, í illvígum deilum við Boniface WIII (Benedetto Caetani (1235? – 1303)), páfa.
Páfi réði yfir heimsveldi kirkjunnar
Páfi réði yfir heimsveldi kirkjunnar og átti bandamenn í hinni vellauðugu reglu Musterisriddaranna. Henni var Filippus stórskuldugur. Hann tók upp á því að ganga milli bols og höfuðs á reglunni og afmá skuldir sínar. Áður hafði Filippus gert upptækar eigur Gyðinga og ítalskra bankamanna frá Lombardíu. Hann féll hugsanlega líka fyrir morðingja hendi.)
Aftur til Napoleons: Eins og kunnugt er laut stríðshetja vor í lægra haldi fyrir Bretum og Þjóðverjum í orrustunni við Waterloo árið 1815. Þjóðverjar greiddu herjum hans rothöggið.
Stríðið við Waterloo er einnig merkilegt fyrir þær sakir, að þar tók á sig skýra mynd her- og gróðasnilli bankaveldisins, þ.e. að fjármagna báðar eða allar stríðandi fylkingar, og veðja á „innherjaupplýsingar“ á hlutabréfamarkaði.
Nathan Meyer Rothschild (1777-1836) lék einmitt þennan leik. Hraðboðar hans fluttu fréttir af ósigri Napoleons við Waterloo. Því seldi hann snöfurlega og keypti svo aftur, þegar markaðurinn hrundi. Enda varð það reglan að fjárfesta, meðan blóðið flóði um götur – og sjá til þess, að það flyti sem víðast. (Eins og nú t.d. í Úkraínu og Sýrlandi.)
Jesúítareglan hernaðarstofnun, ekki trúarregla
Þrátt fyrir tilraun til endurkomu á vígvöll vopna og stjórnmála, fór svo, að lífi Napoleons lyki í prísund. Það þykir ekki ólíklegt, að honum hafi verið ráðinn bani. En áður en hetjan tók síðasta andvarpið, skrifaði hún:
„Jesúítareglan er hernaðarstofnun, en ekki trúarregla. … [Hún] er lang hættulegust reglna. Hún hefur valdið meiri hörmungum heldur en allar hinar. Í kennisetningu reglunnar er kveðið á um, að æðsti hershöfðingi hennar sé öllum æðri og veraldardrottinn.“
Umsögn í þessum anda gáfu líka John Adams (1735-1826), annar forseti Bandaríkjanna, og ritsímasnillingurinn, Samuel Morse (1791-1872). En foringi þriðja ríkisins, Adolf Hitler (1889-1945), var fullur aðdáunar.
Leynireglur, sem stjórna bankaveldinu, að töluveru leyti, eru enn í fullu fjöri. Bankaveldið – með Rauðskjöldungana (Rothschild) að bakhjörlum – hefur náð gríðarlegum tökum á efnahagi þjóðríkja um víða veröld.
Veldi þeirra og samstarfsmannanna er um þessar mundir falið í fjárfestingasjóðum, einkum Vanguard og Black Rock, sem hefur eignarhald á vopna- og lyfjaiðnaði – svo og fjölmiðlum auðvitað. Þeir mata okkur á fréttunum, sem RÚV flytur okkur daglega. Þannig hefur heimsmynd vor verið mótuð síðustu aldirnar.