Geir Ágústsson skrifar:
Af með hausana
Nú er íslenski arnarstofninn loksins að braggast eftir áralanga vernd og þrátt fyrir heimsendahlýnun, tortímingu hafsins og alls lífs í sjó, ágenga ferðamenn sem eru að eyðileggja landið, hávaða frá flugvélum og bílum, súrnun hafsins og loftmengun (frá mönnum, ekki eldfjöllum).
Þá er við hæfi að huga að mótvægisaðgerðum. Við getum jú ekki leyft of mörgum örnum að hræða börn og sauðfé!
Sem betur fer er búið að finna lausn á því vandamáli. Fyrri myndin hér að neðan sýnir varp- og vetrarstöðvar arnarins og sú síðari sýnir hvar er áætlað að reisa vindmyllur á Íslandi.
Eins og blasir nánast við þá eru flestar vindmyllur að fara á varp- og vetrarstöðvar arnarins og það ætti því að ganga vel að afhöfða töluverðan fjölda og stemma þannig stigum við frekari fjölgun í stofninum. Í Bandaríkjunum hafa ólöglegar veiðar á örnum minnkað töluvert nú þegar vindmyllurnar sjá um aflífunina. Bændur Íslands, fiskar og smærri fuglar geta bráðum andað rólega á ný.