Jón Magnússon skrifar:
Í hvert skipti, sem ólöglegum innflytjanda er vísað úr landi, á grundvelli laga, skal Áróðursstofa RÚV (ÁRUV), sem kallar sig fréttastofu, koma með einhliða frétt um nauðsyn þess, að viðkomandi, sem hefur orðið uppvís að sækjast eftir alþjóðlegri vernd á grundvelli falskra forsendna, fái samt andstætt lögum og reglum að vera áfram í landinu.
Ein slík einhliða frétt var flutt í gær og ÁRUV veit, að yfirvöld geta ekki tjáð sig um einstök tilvik, þannig að ÁRUV situr eitt að því að birta sinn ranga og vilhalla áróður.
Þetta þjóðfjandsamlega kennistef ÁRUV um opin landamæri, hefur verið kyrjað árum saman og í framhaldi hefur jafnan verið sótt að sitjandi dómsmálaráðherra, því miður iðulega með góðum árangri. Þannig kiknaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir jafnan í hnjáliðunum þegar hún var dómsmálaráðherra, en Jón Gunnarsson aldrei. Nú reynir á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, hvort hún stendur með undirmönnum sínum og lögum og reglum og kiknar hvergi. Ég hef fulla trú á að hún standi sig.
Ísland þarf allra síst,að halda áfram á þeirri braut, að skipta um þjóð í landinu. Fólk af íslensku bergi brotið verður í minnihluta í landinu með sama áframhaldi innan 20 ára.
Þjóðhollum Íslendingum ber skylda til að bregðast við og láta það ekki gerast.
2 Comments on “Ekki bregst RÚV vana sínum”
Það er löngu kominn tími til að hreinsa burt aktívista óværuna sem og góðkunningjana (Egil Helgason, Eirík Bergmann,Felix Bergsson o.s.frv.) ÁRÚV.
Ekki bregður RÚV vana sínum.