Páll Vilhjálmsson skrifar:
Þýsk stjórnvöld hyggjast herða reglur um frávísun hælisleitenda sem ekki hafa fengið dvalarleyfi í Þýskalandi. Lögreglu verður heimilt að halda þeim sem vísa á úr land i varðhaldi í allt að 28 daga, en var áður tíu dagar.
Hert löggjöf í Þýskalandi er til að létta á álagi við móttöku hælisleitenda og vinsa úr þá sem leita hælis á fölskum forsendum, segir Die Welt. Refsingar eru gerðar hælisleitendum sem veita engar upplýsingar um sig, líka þeim er gera ranga grein fyrir sjálfum sér eða veita ófullnægjandi upplýsingar.
Umboðsmaður hælisleitenda á alþingi, Arndís Anna, er jöfnum höndum selur flóttamönnum lögfræðiþjónustu og veitir þeim ríkisborgararétt sem þingmaður, segir í fréttum RÚV að Ísland ætti að taka Þýskaland sér til fyrirmyndar í málefnum hælisleitenda.
Þá liggur það fyrir.