Arnar Þór segir vinstristefnu Sjálfstæðisflokksins ávísun á pólitískt sjálfsmorð

frettinInnlent, StjórnmálLeave a Comment

Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður sjálfstæðisflokkins er ansi harðorður í garð forystu Sjálfstæðisflokksins í nýjum pistli sem hann birtir í dag.  Arnar segir að stjórnmál nútímans séu orðin að einhvers konar leikriti þar sem átök milli hægri og vinstri eru til sýnis án efnislegra áhrifa í raunveruleikanum.

Þá spáir varaþingmaðurinn því að þegar Alþingi kemur saman í haust, muni vafalaust hefjast heiftúðug orðræða um fjárlögin þar sem ekkert verður til sparað í stóryrðum. „Að lokum munu allir vinstri flokkarnir á Alþingi (Sjálfstæðisflokkurinn þ.m.t.) sammælast um að spara sem minnst í ríkisútgjöldum. Þannig er hið ,,dásamlega" pólitíska stríð háð hér á landi,“ segir Arnar.

Arnar tekur fram að kannski sé ósanngjarnt að tala um Sjálfstæðisflokkinn sem vinstriflokk, því þingmenn flokksins hafi vafalaust minni ánægju en aðrir af útþenslu ríkisins á þeirra vakt, en ekki verði deilt um að með framlagningu á frumvarpi um bókun 35, hafi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afhjúpað að hann tekur valdboðsáherslur ESB fram yfir hugsjónir um sjálfstæði og frelsi.

„Frumvarpið er í anda þeirra stjórnarhátta sem ESB viðhefur nú á tímum, þar sem vikið hefur verið frá eldra viðmiði um einróma samþykki aðildarþjóða í átt til meirihlutaræðis þar sem stærstu ríkin ráða för og smáríki eru gerð að borgandi farþegum,“ segir Arnar.

Þá segir varaþingmaðurinn að valdboðsfyrirkomulag ESB (og nú íslenskra stjórnmála) hafi engan tíma fyrir umræður, umber engan skoðanamun, og jaðarsetur þá sem ekki vilja spila með. Mismunandi sjónarmið eigi sér ekki tilvistarrétt í slíku kerfi. „Í nafni hagkvæmni, tímasparnaðar, skilvirkni o.fl. er valtað yfir minnihlutasjónarmið og hagsmuni smáríkja. Undir forystu þingflokks Sjálfstæðisflokksins eiga Íslendingar nú að undirgangast slíkt ok sjálfviljugir og aðlagast hinum nýja pólitíska veruleika valdboðsins, en kasta um leið frá sér hugsjónum um frjálst val, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt“ segir Arnar.

Arnar líkur pistlinum með þeim orðum að vegferð Sjálfstæðisflokksins sé ávísun á pólitískt sjálfsmorð. Í orðabók "woke" stjórnmála, þar sem öllu er snúið á hvolf, og er sjálfkrafa innleiðing erlendra reglna án umræðu vafalaust skilgreind sem einhvers konar lýðræðislegt afrek.

Skildu eftir skilaboð