Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar, blandaði sér í umræðu Steinunnar Ólínu leikkonu á facebook, sem ber titillinn, „eigum við að skjóta Kára Stefánsson eða ættum við heldur að skjóta okkur sjálf?“
Helga skrifar undir pistilinn að hún tengi við upplifun Kára Stefánssonar, því hún sjálf hafi orðið fyrir ógnvekjandi áreiti sem sé svo hatursfullt, að látnir foreldrar hennar hafi jafnvel verið dregnir inn í málið.
Helga segir að svo virðist sem andstæðingar bóluefna líti svo á að fv. formaður velferðarnefndar Alþingis, „vesæll stjórnarandstöðuþingmaður, sé kölski sjálfur sem hafi það eitt að markmiði að drepa fólk“.
„Þannig að ég tengi við það sem Kári nefnir og get því ekki ímyndað mér hvað Svandís má og hefur mátt þola,“ bætir Helga við.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir leggur orð í belg og spyr Helgu hvort hún hafi séð bóluefnasamningana sem ríkið gerði við lyfjafyrirtækin, og hvort hún hafi ekki verið ein af fáum á Alþingi sem fékk að sjá þá, og hvort hún sé til í að deila því með fólki?
Ákvæði um skaðabótaábyrgð í samningunum
Helga svaraði því játandi að hún hafi ein fárra lesið samninginn því fáir þingmenn hafi lagt í það. Þingkonan segir að ríkt hafi trúnaður um samningana og hafi því einungis fengið að lesa þá í lokuðu herbergi. Helga segir að í samningnum hafi verið fjallað um skuldbindingar til kaupa og til afhendingar, en einnig um skuldbindingar ríkja um að afhenda umframbyrgðir til ríkja sem lentu aftar í kapphlaupinu um „bóluefnin“.
Þá segir Helga að einnig hafi verið að finna ákvæði um skaðabótaábyrgð vegna bóluefnaskaða, og því ljóst að yfirvöld vissu af hugsanlegum bóluefnaskaða þegar samningurinn var undirritaður. Þá vekur athygli að ríkið skuldbindur sig til að greiða skaðabætur vegna bóluefnaskaða, sem gerir framleiðendur bóluefnanna sem þénað hafa trilljarða dollara á efnunum, þar með ábyrgðarlausa.
Helga Vala segir svo að allt þetta hafi nú þegar verið gert opinbert og því ríki engin leynd í dag yfir samningunum. Þingkonan svarar því þó ekki hvar umrædda samninga sé að finna, því ekki er búið að birta þá á vef Alþingis og því óljóst hvað þingkonan á við með því.
2 Comments on “Var ein fárra sem lagði í að lesa leynilegu bóluefnasamningana”
#ætóldjúsó . . . https://www.visir.is/k/063c508c-4333-4ac6-99a7-2ff27e05322d-1618921115007 . . .
“Government is a disease masquerading as it’s own cure”