Hinsegin ritskoðun

frettinHinsegin málefni, Innlent, RitskoðunLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Samtökin 22 halda málþing í dag um málefni samkynhneigðra. Málþingið átti að vera í sal Þjóðminjasafnsins í miðborginni. Eftir herferð með tölvupóstum og í samfélagsmiðlum sá Þjóðminjasafnið sér ekki fært að hýsa málþingið.

Eldur Deville skipuleggjandi málþingsins setti færslu á Facebook í fyrradag:

Hver á fundarsal fyrir 100 manns á laugardag milli klukkan. 10.30-17.30 með léttum veitingum, því mig vantar hann núna í miðborg Reykjavíkur. KOSTAÐUR skiptir ekki miklu því Þjóðminjasafnið greiðir!

Þá ályktun má draga að Þjóðminjasafnið hafi látið herskátt hinseginfólk kúga sig, lokað á Samtökin 22 en keypt sér frið með því að borga reikninginn fyrir nýjan fundarstað.

Fjölmiðlar upplýsa almenning ekki um hvað gerðist á bakvið tjöldin. Það má ekki fréttast að á bakvið gleðina er krepptur hnefi, harðdræg ritskoðun og útilokun sjónarmiða sem falla ekki í kramið hjá ráðandi öflum hinseginmenningarinnar.

Ritskoðun og útilokun er þekkt aðferð til að þagga niður önnur sjónarmið í hinseginmálum. Rithöfundinum J.K. Rawling, höfundi Harry Potter bókanna, varð það á að segja kyn skipta máli og karl gæti ekki orðið kona með yfirlýsingu. Herferð til að útiloka Rawling mistókst. Nú er reynt að beita þöggun. Stallsystir Rawling, Julie Bindel, segir ofstækið sækja í sig veðrið.

Ríkjandi kenningar í hinseginfræðum eru m.a.

hægt er fæðast í röngum líkama

kyn er hugarfar, ekki hlutlæg staðreynd

með yfirlýsingu er hægt að skipa um kyn, karl orðið kona, kona karl

Allar kenningarnar eru efnislega og sannanlega rangar. Enda þola þær ekki umræðu.

Að vera hinsegin eru mannréttindi. Hver og einn má hafa hverja þá sannfæringu sem vill, kallast hugsanafrelsi. Um hvaða sannfæringu sem vera skal má stofna samtök, kallast félagafrelsi. En það má efast um sannfæringu annarra og spyrja um rök. Kallast tjáningarfrelsi og er forsenda annarra mannaréttinda.

Án tjáningarfrelsis væri ekkert samkomufrelsi, engin gleðiganga. Þeir sem skilgreina sig sem minnihlutahóp, og telja sig ekki njóta sannmælis, ættu öðrum fremur að standa gegn tilburðum til ritskoðunar, útilokunar og þöggunar.

Gleði með krepptum hnefa sýnir valdhroka, ekki kærleika.

Skildu eftir skilaboð