Óhætt er að segja að þingkonan Inga Sæland hafi slegið í gegn í Fiskidögunum miklu, þegar hún mætti óvænt á svið og söng lagið "Simply the best".
Tónleikagestum var mörgum hverjum verulega brugðið þegar þingkonan steig á svið og hóf að flytja hið magnaða lag eftir goðsögnina Tinu Turner. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins, segir við RÚV að margir hafi talað um atriðið og bætti svo við „já, hún tók Tinu Turner og gjörsamlega rústaði því.“
Þá þótti söngvarinn vinsæli Herbert Guðmundsson, einnig hafa staðið upp úr af þeim tónlistaratriðum sem flutt voru, og var það engin önnur en söngkonan Diddú sem hóf upphafið á laginu "Can´t walk away" og gerði það af einskærri snilld eins og hún er þekkt fyrir og er því mögulegt að þarna sé um að ræða bestu útgáfu lagsins frá upphafi. Gríðarlega stemmningu mátti sjá á meðal tónleikagesta sem augljóslega voru ekki svikin með skemmtunina eins og má sjá hér neðar á myndskeiðum sem netverjar hafa deilt.
Framkvæmdastjóri Fiskidagsins, segir að yfirvegun hafi verið yfir hátíðargestum, sem voru á bilinu 30-40 þúsund og allt annar blær hafi verið yfir hátíðargestum og meiri ró yfir mannskapnum heldur en síðast.
Inga Sæland deildi svo fallegri mynd af sér og fótboltakappanum Rúriki Gíslasyni sem tekin var baksviðs eftir atriðið, og má sjá hér neðar: