Hælisþingmenn sem níða skóinn af íslensku samfélagi

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson, Stjórnmál1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Þrír lögfræðingar, tveir þingmenn og einn varaþingmaður, hafa þegið laun sem málsvarar hælisleitenda. Lögfræðingarnir þrír eru Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingar, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata og Magnús D. Norðdahl, varaþingmaður Pírata.

Þingmennirnir tveir og varaþingmaðurinn líta á það sem hlutverki sitt að níða skóinn af íslensku samfélagi þegar niðurstaða umsóknar skjólstæðinga þeirra um hæli á Íslandi er hafnað. Arnís Anna gengur raunar skrefi lengra og úthlutar skjólstæðingum sínum íslenskan ríkisborgararétt

Aldrei hafa þingmennirnir, eða varaþingmaðurinn, talað máli íslenskra skattgreiðenda sem horfa upp á misnotkun á fyrirkomulagi sem ætlað er ofsóttum en nýtt af fólki í leit að fríu fæði og uppihaldi.

Falskar umsóknir um hælisvist bita á þeim sem sannanlega þurfa hæli. Hælisþingmönnum stendur á sama. Þeir maka krókinn á fölskum forsendum. Þannig starfar hælisiðnaðurinn. 

One Comment on “Hælisþingmenn sem níða skóinn af íslensku samfélagi”

  1. Það eru mjög margir að tala um þessa mynd og segja að þetta sé gert viljandi samkvæmt plani og af illum ásetningi.

    „The highly acclaimed 7+ star rated documentary on IMDB has been shown all over the world. This documentary reveals the truth of what has happened, and what will continue happening if no one wakes up to the truth“

    https://archive.org/details/europa_the_last_battle_etlb

Skildu eftir skilaboð