Þetta eru helstu aðgerðarsinnarnir gegn málfrelsi Samtakanna 22

frettinHinsegin málefni, Innlent, Tjáningarfrelsi5 Comments

Samtökin 22 hafa staðið í ströngu að undanförnu við að verjast hatursárásum fólks sem kemur frá öfgahóp sem tilheyrir hinsegin samfélaginu og Samtökum 78.

Hópur þessi sem segist berjast fyrir einstaklingsfrelsinu, berst nú af hörku við að þagga niður í Samtökum 22 og hafa reynt að hefta málfrelsi þeirra með öllum ráðum. Hópurinn hafði sig mikið í frammi með hótunum og svífyrðingum í garð þeirra sem leigja sali víðsvegar um borgina um síðastliðna helgi. Málavextir eru þeir að tveir salir sem að S22 höfðu fengið leigt með góðum fyrirvara, voru afbókaðir daginn fyrir málþing þeirra, vegna stöðugra hótanana frá öfgahópnum, annars vegar var viðburðinum aflýst hjá Þjóðminjasafninu og hins vegar hjá Reiðhöllinni Víðidal.

Þessir einstaklingar hafa í ofanálag haft sig mikið fram í að saka Samtökin 22 um hatursboðskap án þess að geta vísað beint í meint hatur, og hafa ekki viljað taka umræðuna eða tjá sig frekar um „hatrið“ þegar eftir því hefur verið leitað.

Blaðamaður hafði samband við Álf Birki Bjarnason, formann Samtakanna 78 og spurði útí hvort að samtökin hafi staðið á bak við hatursboðskap gegn S22 og spurði út í hverskonar hatur sé um að ræða. Formaðurinn sagðist ekki vilja tjá sig um Samtökin 22 og ekki vilja ræða meintan hatursboðskap þeirra.  Þá hafði blaðamaður einnig samband við Stefán Sigfinnsson sem hefur haft sig mikið fram gegn Samtökum 22, en hann var einnig fljótur að slíta samtalinu og sagðist ekki vilja tjá sig um meint hatur. Þá reyndi blaðamaður að ná í fleiri en án árangurs.

Fréttin fer hér yfir ummælin og hatursboðskapinn sem hópurinn boðar gegn Samtökum 22 á Hinseginspjallinu:

Alda Örlygur Villiljós Jónsbur.

Alda Örlygur Villiljós Jónsbur skrifar:

„Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland býður innfluttan hatursáróður velkominn - hatursáróður sem hefur til muna kynt undir hatursorðræðu og ofbeldis, þ.m.t. morða á trans fólki um víða veröld. Þessi haturs„samtök“ (samanstanda af einum manni sem flúði Ísland vegna eigin fordóma) eiga ekkert upp á pall hér, hvað þá á hátíð hinsegin folks. Ég hvet ykkur til að hafa samband við Þjóðminjasafnið, hér eða með tölvupósti á [email protected] og [email protected] og benda þeim á að hatursáróður í garð trans fólks sé ekki velkominn hér á landi og eigi ekkert erindi á safni sem þessu!“

Hörður Gabríel

Hörður Gabríel skrifar:

Þetta sagði Þjóðminjasafnið þegar ég hafði samband við þau „Heill og sæll Hörður og takk fyrir að hafa samband. Samtökin 22 eru ekki með fyrirlestrarsal safnsins bókaðan þrátt fyrir auglýsingar samtakanna. Í sumafríum starfsmanna skapaðist tvíbókun en salurinn því löngu bókaður þennan sama dag.“

Bkv. Steindór

„Samtökin 22 eru bara að bulla að þeir séu með fyrirlestrarsal bókaðan,“bætir Hörður við.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir

Ugla Stefanía Kristjönudóttir skrifar:

„Þið hafið eflaust mörg séð að ákveðin samtök hyggjast halda eitthvert anti-trans málþing á Hinsegin dögum í miðborg Reykjavíkur, og hafa boðið nokkrum vel þekktum anti-trans aktivístum, m.a. frá Bretlandi.

Ég mæli endregið með því að fólk hundsi þessa samkomu algjörlega, og hvet eindregið gegn því að fólk fari og mótmæli eða reyni að hafa samband við staðinn sem þetta er haldið á til að fá þau til að hætta við. Slíkt mun eingöngu verða vopn í þeirra höndum, og vekja frekari athygli á þeirra málstað.

Auðvitað eru svona samkomur í eðli sínu fordómafullar og skil ég því vel að fólk vilji mótmæla eða reyna að fá þeim til að vera aflýst - enda full ástæða til. Þetta er auðvitað óþolandi og á ekki að líðast.“

Ormur Guðjóns

Ormur Guðjóns skrifar:

„Mér finnst merkilegt að þessi mannvitsbrekka sem Eldur er dettur ekki í hug að samkynhneigt trans fólk sé til.

Ég er hrifinn af karlmönnum, hef alltaf verið hrifinn af karlmönnum, og ég er sjálfur trans karlmaður. Er þá hér verið að bæla mína gagnkynhneigð?

Svo náttúrulega þekki ég fleira trans fólk en hann og ég myndi segja í grófu áliti að flest trans fólk sem ég þekki er tví eða pankynhneigt. Hvernig er verið að bæla þeirra kynhneigðir?

Það kemur mér ekki á óvart að Frosti bjóði þessu smámælta smáhuga smámenni í þáttinn hjá sér, enda er Frosti prinsipplaus grifter sem gerir bara það sem hann veit mun koma aur í vasa sína.“

Arna Magnea Danks

Arna Magnea Danks skrifar:

„Þetta er núna í deilingu út um allt og grunnlaust fólk heldur að þetta tengist hinsegin vikunni okkar, en er í raun áróður gegn trans, kynsegin og Intersex fólki, þar sem það er sérstaklega tekið fram að þau leiti sér ekki "lækninga". En heilbrigðisþjónusta trans, kynsegin og Intersex fólks er mörgu okkar lífsnauðsynleg og án hennar myndum við ekki lifa af.

Berjumst gegn fáfræðinni og bendum fólki sem er tengt okkur að deila þessu ekki.

Gleðilega hinsegin viku.“

Logn Yndu

Logn Yndu skrifar:

„Mér finnst mjög skrítið að leggja til að við eigum öll bara að samþykkja að hættulegir fasistar séu að koma til landsins og við eigum bara að leifa þeim að koma og gera sitt í friði. Ég skil að þú hefur áhyggjur vegna ástandinu í uk en það er ekki alveg hægt að bera saman samfélagsandan í UK og á Íslandi.

Afhverju hvetur þú fólk að hafa ekki samband við staðinn og setja pressu á þau að úhýsa þessa samkomu? Það er hættulegra að leifa þeim að hittast og gera sitt movement sterkara hér á landi heldur enn að stöðva viðburðinn frá því að gerast.

Þau eiga skilið að vera 5 í litlu húsasundi röflandi sín á milli. Þau eiga ekki að fá virðingu frá okkur.

Fjölmiðlar munu fjalla um þetta ef þau vilja, sama hvað við gerum.“

Stefán Sigfinnsson

Stefán Sigfinnsson skrifar:

„Þá er það komið á hreint.

Það er Miðflokkurinn sem er að hýsa hatursþing S22.

Í gær afneitaði flokkurinn þessu.

Uppfærsla Sálarransóknarfélagið virðist líka vera á 3.hæð með lítinn sal. S22 taka fram Hamraborg 1 3.hæð.

Sýnist að Miðflokkurinn sé að bjóða S22 til sín í Hamraborg 1 Kópavogi.

Var að heyra að S22 séu komin með sitt Málþing í Reiðhöllina í Víðidal en hafi svo verið úthýst þaðan eftir útskýringar samkynhneigðra á markmiðum samtakanna.

Getur einhver staðfest þetta ?“

Stefán fagnaði því einnig þegar blindu baráttukonunni Ivu Marín Adrichem var kippt út úr auglýsingu ferðamálastofu og skrifar:

„Vel gert hjá Ferðamálastofu

Iva tók þátt í ógeðfeldri umsögn um frumvarp til laga um bælingameðferðir. STAÐREYND.

Ég hef ekkert þol gagnvart þeim sem rita nafn sitt við verk Samtakanna 22. Þvílík mannvonska sem þar þrífst.“

Antonia Arna

Antonia Arna skrifar:

Ég senti post á Þjóðminjasafnið og fékk þetta svar:

Athygli vekur að ekkert af þessu fólki virðist geta bent á meint hatur, heldur einungis haldið frammi órökstuddum svívirðingum í garð Samtakanna 22, og eins og áður segir hefur engin af þeim sem að Fréttin hefur náð í viljað útskýra hvað meint hatur gengur út á. Ein af fjölmörgum ásökunum hópsins er að S22 vilji útrýma og myrða transfólk, og er það fjarri sannleikanum eins og Eldur Deville talsmaður S22 hefur ítrekað bent á og segir hann í samtali við Fréttina að nær væri að kynna sé boðskap þeirra, sem augljóslega hefur ekki verið gert.

Samtökin 78 hafa einnig alfarið hafnað rökræðum við Samtökin 22 um málefnið og kosið þess í stað að beita slaufunarúrræðum og hópeinelti gegn litlum samtökum sem hafa ekki sömu nálgun á málunum og kosið að brjóta á málfrelsi þeirra með öllum ráðum. Aðgerðirnar einkennast af mikilli heift, hatri og rógburði í garð Elds Ísidórs Deville, talsmanns Samtakanna 22.

Eldur var í viðtali um málið við fjölmiðlamanninn Frosta Logason á Brotkast í vikunni, hægt er að horfa á allan þáttinn í fullri lengd hér og sjá klippu hér neðar:

5 Comments on “Þetta eru helstu aðgerðarsinnarnir gegn málfrelsi Samtakanna 22”

  1. Það er mjög slæmt þegar úrkynjað fólk fær að stjórna umræðunni og þeir sem standa gegn þessari klikkun mannsandans eru sakaðir um hatur. Hversu öfuðsnúnið er það? En, því miður, er mannkynið orðið sjúkt.

  2. Þetta lið þarf hjálp og ætti að leita til viðeigandi stofnunar.

  3. Það ætti nú að vera öllum ljóst að þessi hópur er haldinn ákveðinni veruleikafyrringu. Sjá allt að öllum nema sjálfum sér. Það sem er “hatursorðræða” fyrir þeim, hvað sem það nú þýðir, hægt er að teygja það í allar áttir þar sem fólk er mismundandi. Myndu flestir væntanlega skilgreina sem common sense. Þeirra gildi eru fjarlæg þeim gildum sem flest okkar þykir vænt um og höldum uppi sem kristin þjóð.

  4. Shit hvað þetta er sveitt lið.
    Mundi ekki treysta þeim til að smyrja samloku.

  5. Tengd frétt: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/17/logreglan_hefur_meiri_ahyggjur_af_ofgahyggju/

    „Run­ólf­ur Þór­halls­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá grein­inga­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir lög­reglu vera á varðbergi gagn­vart vax­andi hættu á öfga­hyggju líkri þeim sem við höf­um mátt þekkja frá lönd­un­um í kring­um okk­ur. “

    Hans orð, ekki mín. Þið megið benda honum á þessa undarlegu öfgamenn, þeir virðast þurfa að fara á hans borð

Skildu eftir skilaboð