Þingmenn gegn eigin þjóð

frettinAlþingi, Páll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Þjóðríki stenst ekki án landamæra. Í krafti landamæra eru sett lög sem gilda um þegna þjóðríkisins og þá sem sækja það heim. Í lýðræðisríkjum fara þingmenn í umboði þjóðarinnar með löggjafavaldið. Siðferðisleg og pólitísk ábyrgð þingmanna gagnvart löggjöfinni ætti öllum að vera augljós.

Þingmaður sem hvetur til lögbrota er kominn í stríð þjóðina sem veitir þingmanninum umboð.

Nokkrir þingmenn á alþingi Íslendinga eru ósáttir við íslensk lög um hvernig skuli farið með hælisleitendur sem synjað er um vist á Íslandi að undangenginni málsmeðferð.

Í greinargerð dómsmálaráðuneytisins segir:

Þeir sem ekki hverfa af landi brott þegar endanleg synjun liggur fyrir og sýna ekki samstarfsvilja við yfirvöld, teljast vera hér í ólögmætri dvöl.

Hvað gengur þeim þingmönnum til sem koma fram í fjölmiðlum og hvetja til að lög séu höfð að vettugi? Ef þeim þykir sjálfsagt að brjóta lög um útlendinga er ekki jafn sjálfsagt að brjóta önnur lög sem einhverjum þykja óhentug?

Þingmenn sem opinberlega hvetja til lögbrota eiga ekki heima á alþingi Íslendinga.

Skildu eftir skilaboð