Múslimar brenna heimili og kirkjur kristinna manna í Pakistan: neyðaraðstoð óskast

frettinErlent6 Comments

Þann 16. ágúst átti sér stað skelfilegur atburður í samfélagi kristinna manna í Pakistan. Múslimar réðust með alvarlegu ofbeldi að heimili fólks og kveiktu í húsunum og skemmdu eigur fólksins. Fjölskyldurnar urðu því að flýja og náðu að fela sig á ökrum. Fjölskyldurnar neyddust til að gista þar alla nóttina án matar og drykkjar, yfir 100 heimili hafa nú verið eyðilögð og brennd til kaldra kola.

Þá réðust múslimarnir einnig á kirkjur og hafa nú 30 kirkjur verið brenndar á undanförnum dögum. Mikil sorg ríkir í samfélagi kristna, fólk hefur misst allt sitt og mikil ringulreið ríkir yfir ástandinu.

Evangelist Hansi Karoni, sinnir hjálparstörfum í Pakistan og heldur úti samtökunum Christ mission ministries Pakistan.  Hansi eins og hann er kallaður hefur helgað líf sitt Jesú Kristi, og vinnur alla daga að því að bjarga fólki úr þrældómi og ofbeldi múslima í heimalandi sínu. Hansi hefur unnir afrek í hjálparstörfum í sínu heimalandi og hefur náð að bjarga tugum fjölskyldna úr ánauð og þrældómi.

Hansi segir að þetta séu hefndaraðgerðir múslima vegna kóranbrenna í Danmörku og Svíþjóð, mikil heift og hatur hafi nú gripið um sig á meðal múslima og segir Hansi að fólkið sé varnarlaust og gífuleg sorg og ótti sem fólkið sé að glíma við í ofanálag.

Myndbönd og myndir sem má sjá hér neðar sýna hvernig múslimarnir ráðast á og brenna húsið og kirkjurnar. „Allar eigur okkar bræðra og systra hafa verið brenndar, þau hafa ekkert að borða, ekkert að vinna og ekkert vatn að drekka,“ segir Hansi.

Hægt er að leggja málefninu lið hér.

Fjölskyldur sofa á ökrum án matar og vatns

Senda út neyðarkall

Í samtali við Fréttina biður Hansi allar þá sem að sjá sér fært um að aðstoða um neyðaraðstoð, ástandið er mjög alvarlegt og útvega þarf fólkinu nauðsynjavörur og koma því öruggt skjól.

„Vinsamlegast deilið með kirkjunni, vinum fjölskyldum ef Guð leiðir ykkur öll til að standa með okkur að við getum útvegað þeim nauðsynja vörur sem fjölskyldurnar þurfa mikið á að halda. Drottinn hefur hvatt til þess að við verðum að standa með kristnum bræðrum okkar og systrum í slíkri neyð. Við ætlum að koma upp hjálparbúðum svo þau þurfi ekki að sofa á ökrunum.“segir Hansi.

Hver fjölskylda þarf 480 dollara svo hægt sé að útvega þeim matarbirgðir, vatnsflöskur, vörur og skjól. Öll framlög skipta máli. Stöndum saman með kristnum trúbræðrum og systrum, Guð blessi ykkur öll, segir Hansi að lokum.

Hægt er að leggja fjölskyldunum lið með því að smella hér.

6 Comments on “Múslimar brenna heimili og kirkjur kristinna manna í Pakistan: neyðaraðstoð óskast”

  1. Ég er með kenningu. Ég held frekar að þetta séu karlar með litla hatta sem þykjast vera múslimar

  2. Trumpet, þarft þú ekki bara að taka hattinn af hausnum sjálfur 🙂
    Vinnurðu í hattaverslun?

  3. ,,hefur helgað lífi sínu Jesú Krist“

    = hefur helgað líf sitt Jesú Kristi.

  4. Það er það sama með þig. Þú þykist vera á móti spillingu en villt að kommúnistar sjái um spillinguna. VIð sem höfum kynnt okkur sögu, vitum að kapítalistar styrktu kommúnista gegn hugsandi og vinnandi mönnum. Þetta er almenningur að vakna upp við. Ég mæli með því að þú veljir að losa þig við hattinn.
    PS. Þú þykist ekki vita að hatta tilvísunin er ekkert annað en viðbrögð við ritskoðuninni sem við þurfum að glíma við!

  5. Trumpet, það lítur út fyrir að þú vitir ekki hvað kommúnismi er, það er engir kommúnistar við völd í Rússlandi síður enn svo, Rússland er ekkert öðruvísi enn þau þjóðfélög sem við búum í þeir byggja allt sitt á viðskiptum enn líka trausti það sem okkar vestræni heimur er fyrir löngu búin að leggja til hliðar. þú ættir að bera saman hernaðarumsvif milli Rússlands, Kína og Bandaríkjanna utan þeirra landamæra þá munt þú skilja munin á þessum þjóðum. Ég heyrði um dagin eftir Robert F. Kennedy forsetaframbjóðanda að Bandaríkin væru með yfir 800 herstöðvar utan bandaríkjanna, Kína er með eina!

    Íslensk stjórnvöld eru afsprengja spillingar og heimsku, við virðumst ekki geta tekið neinar sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum heldur höngum í rassgatinu á Bandaríkjunum og NATO árásarbandalaginu. Af kommentum þínum að dæma þá lítur út fyrir það að það sé það sem þú villt?

Skildu eftir skilaboð