Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur samþykkt uppfærða stefnuskrá og vill kynna hana fyrir fjölmiðlum og almenningi.
Stefnuskrá stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 2023-2024:
-
Að réttur allra til heimilis sé virtur sem grundvallarmannréttindi, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins.
-
Að verðtrygging lána til neytenda verði afnumin enda hækkar hún lán, leigu, vaxtastig, vöruverð og framfærslukostnað allra heimila.
-
Að tryggt verði að heimilin geti treyst því að forsendur greiðslumats standist þannig að greiðslubyrði húsnæðislána hækki ekki umfram greiðslugetu þeirra.
-
Að neytendum verði gert kleift að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð lán án þess að greiðslumat eða aðrar hindranir standi í vegi fyrir því.
-
Að fundið verði út hvað kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi og framfærsla verði tryggð til samræmis við það.
-
Að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna um þær aðgerðir sem ráðist var í eftir bankaránið 2008 og afleiðingar þeirra fyrir heimilin.
Með kveðju,
Hagsmunasamtök heimilanna