Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr að því á fésbókarsíðu sinni, hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, vilji eyða fimmtán milljörðum á ári í hælisleitendur, sem sumir eru hér á vegum glæpahringja.
Hannes segir að Kristrún verði að svara því, hvort þeir ólöglegu hælisleitendur, sem neita að fara úr landi, eigi að sæta annarri meðferð en aðrir þeir, sem brjóta lög og sæta viðurlögum.
„Hún verður að svara því, hvers vegna flokkur hennar hefur allt aðra stefnu í þessum málum en systurflokkar hennar úti í Evrópu,“ skrifar Hannes.
Mikil umræða hefur skapast á fésbókarvegg Hannesar um málið og má sjá hér neðar: