Wagner foringinn sagður látinn eftir flugslys

frettinErlentLeave a Comment

Einkaþota á leið frá Moskvu til St. Pétursborgar hrapaði í Tver-héraði í Rússlandi fyrr í dag. Rússneska neyðarráðuneytið sagði að allir 10 farþegarnir um borð hefðu látist.

Neyðarráðuneytið hefur gefið út að að Evgeny Prigozhin, foringi Wagners hópsins, hafi verið skráður á meðal farþeganna.

Í skýrslu frá Rosaviatsiya - rússnesku flugmálastofnuninni - segir að Prigozhin hafi verið á meðal farþeganna. Fregnir herma að sjö hafi verið um borð í Embraer Legacy 600 einkaþotunni. Tilkynnt var um mikinn hvell frá fólki á jörðu niðri.

Skildu eftir skilaboð