Páll Vihjálmsson skrifar:
Rúmlega 100 milljónir manna eru flóttamenn í heiminum, skv. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þegar hælisiðnaðurinn fréttir að íslensk stjórnvöld bjóði upp á búsetuúrræði og velferðarþjónustu til frambúðar fyrir ólöglega hælisleitendur verður straumnum beint hingað.
Ekki þarf nema örlítið brot af 100 milljónum flóttamanna að koma til Íslands, 0,1 prósent er 100 þúsund, til að hér verði heimsþorp hælisleitenda.
Alþjóðlegi hælisiðnaðurinn á talsmenn hér á landi. Á alþingi starfa hælisþingmennsem beint og óbeint hagnast á innstreymi hælisleitenda. Úr skjólstæðingi má fá sauðtryggan kjósanda, þegar búið er að útvega ríkisborgararétt.
Því lengur sem ólöglegur hælisleitandi dvelur hér á landi því hærri verður lögfræðiþóknunin. Skattfé almennings borgar allt; fæði, húsnæði, velferðarþjónustu og lögfræðiþjónustu. Fyrir ólöglega hælisleitendur.
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins skrifar færslu á Facebook af þessu tilefni:
Fólk sem hefur jafnvel dvalist hér í 3 ár með húsnæði, uppihald, þjónustu og lögfræðiaðstoð á kostnað skattgreiðenda og ítrekaðar áfrýjanir þar til kerfið hefur sig loks í að segja að rétturinn hafi aldrei verið til staðar.
Enginn í ríkisstjórninni virðist áhugasamur um að hugleiða eðli vandans, hvað þá taka á honum. [...]
Þetta ástand felur ekki í sér mannúð. Stjórnleysið og getuleysið kemur í veg fyrir að við nýtum möguleika okkar á að hjálpa sem flestum þeirra sem eru í mestri neyð.
Laukrétt hjá formanni Miðflokksins.