Jón Magnússon skrifar:
Allir helstu stjórnmálaflokkar Danmörku hafa á stefnuskrá að takmarka sem mest aðgengi og komu hælisleitenda til landsins. Sama er í Noregi og velferðarsamtök í þessum löndum, átta sig á að það eru brýnir þjóðhagslegir hagsmunir, að takmarka innflytjenda- og hælisleitendastraumin sem mest má vera.
Vöknuðu upp við vondan draum
Hin Norðurlöndin vöknuðu upp við þann vonda draum og áttuðu sig á, að hælisleitendakerfið var siðferðilega rangt og óafsakanlegt. Það er verið að eyða gríðarlegum fjármunum í fólk aðallega unga karlmenn (um 90% hælisleitenda) sem hafa efni á að greiða hundruðir þúsunda króna til smyglara sem lofa að koma þeim heilu og höldnu til landa þar sem velferðarkerfið borgar háar fjárhæðir til þeirra sem segjast vera hælisleitendur.
Það eru ekki þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda, sem koma sem hælisleitendur. Það fólk er enn í flóttamannabúðum og mikilli eymd á heimaslóð. Vesturlönd gætu látið svo miklu meira af sér leiða í mannúðarskyni í þeim löndum sem þessir meintu flóttamenn koma frá í stað þess að eyða gríðarlegum fjármunum í einstaklinga sem svindla sér inn á skattgreiðendur. Þegar það er skoðað, þá er það með ólíkindum að hin ýmsu samtök velmeinandi samtaka, skuli hópast saman til að standa vörð um þá sem eiga engan rétt og áttu hann aldrei þannig að þeir geti á fölskum forsendum og ósannindum haldið áfram að stela peningum frá íslenskum skattgreiðendum.
Ekki að flýja styrjaldir eða hugsanlega líflátsógn
Það þarf að breyta lögunum þannig að þeir sem reyna að svindla sér inn verði sjálfkrafa sendir til baka til þeirra staða sem þeir komu frá. Staðreyndin er sú, að yfir 99% þeirra hælisleitenda sem hingað koma og sækja um alþjóðlega vernd eru ekki að flýja styrjaldir eða hugsanlega líflátsógn. Allt verndarkerfið varðandi flóttafólk var búið til fyrir tæpum 80 árum í gjörbreyttum heimi og á ekki við lengur.
Þegar allir stjórnmálaflokkar segjast standa vörð um verndarkerfi flóttamanna, þá er það í raun yfirlýsing um að standa vörð um rugl á fölskum forsendum á kostnað skattgreiðenda.
One Comment on “Úrelta verndarkerfið”
Sammála þér Jón….Það þarf að breyta lögunum þannig að þeir sem reyna að svindla sér inn verði sjálfkrafa sendir til baka til þeirra staða sem þeir komu frá….