Formaður Hinsegin Daga, Gunnlaugur Bragi Björnsson, gagnrýnir formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, harðlega fyrir að hýsa Samtökin 22 og fyrir að skrifa grein um þá atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda Hinsegin Daga, þegar aðgerðarsinnar tengdir Samtökunum´78 og Hinsegin Dögum reyndu að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma í veg fyrir málþing Samtakanna 22.
Fréttin hefur reynt að ná tali af þessum aðgerðasinnum, en þeir vilja ekkert tjá sig um málið eða geta með engu móti vísað í meint hatur Samtakanna 22.
„Yfirborðskennt sjálfsdýrkunarrúnk“
Eldur Ísidór, formaður Samtakanna 22, segist harma þennan málflutning hjá forsvarsmanni Hinsegin Daga. Í samtali við Fréttina segir hann: „Það er nokkuð skýrt að umsókn félagsins um rými fyrir tveggja klukkustunda fyrirlestur í Iðnó, (Pride Center Hinsegin Daga), hefði aldrei verið svarað ef félagið hefði ekki krafið þau um svör í tvígang. Þátttaka framkvæmdarstýru hátíðarinnar á samfélagsmiðlum gegn félaginu segir mér allt. Hinsegin Dagar fagna ekki fjölbreytileika skoðana, heldur aðeins ytri fjölbreytileika fólks. Það er miður. Það gerir hátíðina að yfirborðskenndu sjálfsdýrkunarrúnki“.
Samtökin 22 ekki árásaraðilinn í deilunum
Eldur segir að það sé öllum augljóst að Samtökin 22 sé ekki árásaraðilinn í þessum deilum:
„Við erum ekki árásaraðilinn hér. Við höfðum ekkert í bígerð til þess að skemma fyrir þeim sem ætluðu að taka þátt í „Hinsegin Dögum“ og við gerðum ekkert slíkt. Hins vegar eyddu aðgerðarsinnar tíma sínum í að eyðileggja fyrir okkur viðburð þar sem fræðifólk miðlaði þekkingu sinni, lesbía sagði frá reynslu sinni og áhrif samfélagsmiðla á unglinga voru krufin.“
Eldur gefur ekki mikið fyrir málflutning aðgerðasinnana um að þeir séu fórnarlömb. Það sé ekki hægt að flokka hóp fólks sem nýtur stuðnings stórfyrirtækja, lyfjarisa, tæknirisa, fjölmiðlasamsteypa og ríkisvaldsins sem fórnarlömb. Hann telur að almenningur sjái í gegnum málflutninginn þegar hegðun þeirra er jafn afdráttarlaus og illgjörn.
Vilja engar rökræður
„Þess vegna er þessi harka og þessi sturlaða árás á félaga-tjáningar-og fundafrelsi okkar. Þau eru svo ofstækisfull að þau tilbúin að brennimerkja homma og lesbíur með aðrar skoðanir en þau sem haturssamtök, það er til þess eins að afmennska okkur, segir Eldur.
Vandamálið er að þau vilja ekki ræða við okkur (þrátt fyrir fjölda áskoranna), því þau hafa ekki roð í okkur.
Hugmyndafræði þeirra er á brauðfótum,“ segir Eldur að lokum.
5 Comments on “Segir Sigmund Davíð flytja út „transhatur“”
Allir sem ekki eru sammála öllum áróðri Transkirkjunnar eru sekir um „transhatur.“ Transhugmyndafræðileg skilgreining “hatursorðræðu” er þessi: orð og orðræða sem TransKirkjan er ósammála. Líffræðilega staðreyndir (kynferðisleg tvíbreytni mannvera): hatursorðræða. Skilgreining orðsins „kona“ (fullorðin, kvenkyns mannvera): hatursorðræða. Ósammála einhverju á kröfulista Transaðgerðasinna – kynbreytiskurðaðgerðum; skattfjármögnun slíkra aðgerða; karlmönnum í kvennaíþróttum, kvennafangelsum, kvennaathvörfum?: Hatursorðræða. Andstæð móðurmálsnaugðunum?: Transhatur.
Ástæðan fyrir því að aðalmottó Transkirkjunnar er „engin umræða“ er sú að æðstuprestarnir vita að eina mínútu inn í umræðu – hvað þá rökræðu (sá sem engin rök hefur getur ekki átt í rökræðu) um „trans“mál/hugmyndafræði stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra. Það er ekki hægt að réttlæta hið óréttlætanlega. Eldur hittir naglann á höfuðið: Sjálfsdýrkunarrúnk – það er aðal-uppistaðan í „trans“hugmyndafræðinni og ömurlegt að sjá íslensk stjórnvöld taka þátt í því.
Eg ætla kjósa Sigmund Davíð út af mörgum málefnum sem eg er honum 100% samála og flestir sem eg tala við ætla kjósa hann.
Hann er sá einn af fáum i dag á þingi sem þorir að taka á þessu geðsjúka liði
Er 100% sammála Sigmundi.
Þetta eru einkenni svokallaðs woke vírus. Þau geta ekki rökrætt, því þau enda alltaf undir. Sjáum það sama með glóbalistarotturnar og fals vísindin t,d varðandi loftslagið og bóluefnin. Þau yrðu jörðuð af raunverulegum vísindum í rökræðum, þess vegna þora þau ekki.
Cult sem forsætisráðherrann okkar er opinberlega flæktur í, hugsið um það aðeins.
Sigmundur fær mitt atkvæði fyrir að gefa ekki eftir gagnvart öfga trans-meetoo-loftslag-grænmetisætum og öðrum slíkum hryðjuverka pervertum