Einkaviðtal við krossfaran Keith Wheeler: barinn og skilinn eftir til að deyja

frettinInnlendar2 Comments

Hinn heimsþekkti Keith Wheeler krossfari er þekktur fyrir að ganga um veröldina með stóran og þungan viðarkross á herðum sér. Það sem ég tók fyrst eftir var að þegar ég tók í höndina á honum og heilsaði og horfði í augu hans, þá voru þau svo hrein og tær að mér fannst ég nánast geta speglað mig í þeim. Fyrir mér var augljóst að þessi maður er stórkostlega blessaður, og ég skynjaði líka sterka nærveru heilags anda á meðan viðtalinu stóð.

Gengið þvert yfir jörðina með krossinn - kom í fyrsta skiptið til Íslands árið 2000

Á tæpum 40 árum hefur Keith gengið þvert yfir jörðina vegalengd sem er lengri  en sjálfur miðbaugurinn.

Keith er 64 ára gamall í dag, hann hefur lent í mörgum ótrúlegum ævintýrum og lífsháska í krossför sinni um heiminn.

Keith kom fyrst til Íslands árið 2000, þá mætti hann óvænt á sama tíma og Ísland var að halda upp á 1000 ára afmæli kristnitöku. „Guð gaf mér köllun að koma hingað til lands og ég hafði ekki hugmynd um hátíðina og mætti hingað þremur dögum fyrir, það var stórmerkilegt og gaman að geta tekið þátt í henni “ segir Keith brosandi.

Keith var staddur á Ljósnótt í Keflavík um síðustu helgi og talaði hann á tveimur samkomum á vegum Hvítasunnusafnaðarins.

Keith Wheeler biður fyrir fólki á Ljósanótt í Keflavík.

Ég settist niður með þessum margblessaða manni rétt áður en hann hélt heim á leið.

Fyrst spurði ég Keith hvar hann væri fæddur og uppalinn?

Þetta er góð spurning svarar Keith, en ég hef í raun mörg svör við þessari spurningu sem hljóða svona: „Á fæðingarvottorðinu mínu stendur Arkansas í Bandaríkjunum, á ökuskírteininu mínu stendur Oklahoma, vegabréfið mitt er merkt USA, fæturnir mínir segja þjóðir heimsins og hjarta mitt segir himnaríki.  Ég er svo heppinn líka að vera blessunarlega giftur ævintýraprinsessu sem er fædd í Þýskalandi, segir Keith og ljómar.

Keith Wheeler og eiginkona hans Nicole.

MF:  Eruð þið hjónin sem sagt saman í krossferð um heiminn? 

Já ævintýraprinsessan mín hefur nánast fylgt mér hvert fótmál þegar hún getur, en hún er líka kennari þannig að hún hefur ekki alltaf komist með, en ástarsaga okkar er í raun mögnuð, við trúlofuðum okkur inn í frumskógi Indónesíu, á baki fíls og var hringurinn úr glerskífu, ástarsaga sem er engri lík, segir Keith glaður á svip.

MF: Hvernig kom það til að þú fékkst þessa köllun, að fara í krossferð um heiminn með þennan stóra kross, sömu stærðar og Jesú þurfti að bograst með upp Olíufjallið?

Það er í raun löng saga segir Keith, en árið 1982 tileinkaði ég líf mitt Jesú Kristi.  „Árið 1985, á föstudaginn langa, í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum, byrjaði ég að ganga um borgina með 3.7 metra háan trékross.“ Þetta atvikaðist þannig að þegar Keith var að biðjast fyrir eina nótt, fann hann að Guð talaði til hjarta hans, og lagði Drottinn eftirfarandi köllun á herðar hans:

„Ég vil að þú búir til kross og hefjist handa við að bera hann um götur Tulsa á föstudaginn langa. Fyrst trúði ég ekki að þetta væri Guð að leggja á mínar herðar, en ég fann þessi orð brenna í hjarta mínu,“ og var þá ekki aftur snúið.

Krossinn hefur nú fylgt Keith þvert yfir jörðina eða um 43000 km, í gegnum meira en 185 lönd og allar sjö heimsálfurnar.

Keith segir að gangan sé ekki trúarganga, heldur innblásin af náð Guðs, „þrátt fyrir veikleika mína, ótta og getuleysi, þá tókst mér það, ég er feiminn að eðlisfari, en Guð gaf mér styrkinn.“

Keith Wheeler og Margret Friðriksdóttir.

Starfar ekki fyrir trúarsöfnuð

„Ég starfa ekki fyrir trúarsöfnuð, heldur Jesú Krist, segir Keith, ég er í þjónustu fyrir Frelsara heimsins og ég fer alltaf með bænirnar í gegnum ferlið. Ég er einungis verkfæri Guðs sem Hann getur notað til að ná til týndra og sorgmæddra sála. Ég er ekki guðspjallamaður eða trúboði - ég er bara pílagrímur. Ég vil aðeins fylgja Jesú Krist.“

Í krossferð sinni hefur Keith borið þungan  krossinn þvert um jörðina og ferðast með hann til staða sem ekki eru taldir öruggir.  Í fyrra árið 2022 fór Keith með Krossinn til Úkraínu og gekk hann þar um með krossinn á vígvellinum, það var mjög átakanlegt, en á sama tíma blessað og ég er  þakklátur að hafa fengið tækifæri til að ræða við hermennina og biðja fyrir þeim. Aðspurður segist hann oft hafa verið í hættu, en Guð hafi alltaf blessað aðstæðurnar.

Keith Wheeler með úkraínskum hermanni

Keith ferðaðist einnig til landa eins og Tíbet, Íran, Írak, Kína og Suðurskautsins.   Hann hefur gengið í gegnum Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og mörg fyrrverandi austantjaldslönd þar sem voru eða eiga sér stað miklar pólitískar umsviptingar. Þá hefur Keith borið krossinn í gegnum stríðshrjáðar þjóðir eins og Líbýu, Bosníu, Rúanda, Tsjetsjeníu og Betlehem meðan átökin stóðu yfir innan kirkjunnar.

Barinn og skilinn eftir til að deyja

MF: Geturðu farið nánar út í lífsháskann á 40 ára vegferð þinni með krossinn?

„Já ég hef verið eltur af fílum, flóðhestum, nashyrningum, næstum verið étinn af ljóni og tvisvar nálægt því að vera étinn af krókódílum. Keith sýndi blaðamanni ör frá því að snákur beit hann og annað frá því að könguló í Amazon varð honum næstum að bana. Ég hef lent í fangelsi yfir fjörutíu sinnum og krossinn verið tekin í einhver fimmtíu skipti. Ég hef verið barinn og skilinn eftir til að deyja tvisvar. Ég hef verið laminn og byssum verið beint að mér og upp í mig, hnífum verið haldið að hálsi mínum, segir Keith, ótrúlega auðmjúkur og yfirvegaður.

„Ég segi alltaf fólki að ég hafi einu sinni verið myndarlegur en líkaminn minn hefur gengið í gegnum svo margt í gegnum tíðina. Keith sýndi svo bein sem stendur út rétt fyrir neðan öxl, sem er afleiðing af því að bera þunga krossinn öll þessi ár,“ segir Keith.

Keith í Amazon frumskóginum

Var næstum afhöfðaður af ISIS hryðjuverkasamtökunum - skiptust á að míga á hann

MF: En þú ert enn á lífi og situr hér nú og spjallar við mig, sagði ég hissa við þennan merka og margblessaða mann.

Já eina útskýringin sem ég hef við því er að Jesús er með mér í þessari göngu minni og ástæðan  fyrir að ég sé á lífi í dag. Ég hef verið með byssur upp í munninum á mér, beint inn í  nasirnar og inn í eyrun. Þá hafa meðlimir ISIS líka nánast afhöfðað mig og skipst á að míga á mig.”

Aðspurður hvar hann hafi helst lent í þessum alvarlegu árásum þá segir hann að oftast hafi hann lent í vandræðum í Bandaríkjunum og hafi orðið fyrir alvarlegasta ofbeldinu þar.

Stundaði trúboð um miðjar nætur á börum og næturklúbbum

Keith segist hafa stundað trúboð um miðjar nætur á börum og fyrir utan næturklúbba, en hann hafi fengið köllun til að ná til fólks sem stundaði þá staði, þrátt fyrir að hafa aldrei neytt áfengis sjáfur.  Það er líka gaman að segja frá því að krossinn hefur verið boðinn velkominn á mun fleiri bari og næturklúbba heldur en í kirkjur.

MF: Hvað segirðu, hvernig stendur á því, hver hefði haldið að krossar væru ekki velkomin í allar kirkjur?

Nei því miður er það ekki svo, það er mikill barningur og valdabarátta innan kirknanna, og þegar ég hef leitast eftir að heimsækja ýmsar kirkjur með krossinn,  þá hef ég fengið spurningar um hvort krossinn sé lúthersur, kaþólskur o.sfrv. og oftar en ekki hefur mér verið neitað að heimsækja kirkjurnar á þeim forsendum að krossinn höfði ekki til þeirra trúarbragða, þrátt fyrir að kirkjurnar gefi sig út fyrir að vera kristnar.

Heiðursgestur Saddam Hussein

Aðspurður hvað sé eftirminnilegast á krossför sinni um heiminn, þá svarar Keith, það er erfitt að segja, svo margar magnaðar sögur, en ég skal taka dæmi af einni sem er mjög eftirminnileg.  „Ég var staddur í Írak árið 2000, en þá hafði ég náð að komast með krossinn að landamærum Íraks og Jórdaníu. Þar var stór 4 metra há girðing með gaddavírum og beittum hnífum efst. Ég náði einhvern vegin að setja krossinn yfir girðinguna og við það fellur krossinn og ég með honum, og lendi kylliflatur komin hálfa leið fyrir landamærin. Sem sagt hálfur líkami minn var komin inn í Írak. Ég verð svo var við að hermenn umkringja mig og ég sé fjölda hermannastígvéla. Ég fór þá að biðja til Guðs, og sagði Jesús hallelúja mér tókst þetta, og bað hann um að koma inn í aðstæðurnar og hjálpa mér. Hermennirnir segja mér að standa upp og beina byssum að mér, og spurðu mig hvaða erindi ég ætti í þeirra land og voru mjög hvassir. Ég var með límmiða á mér sem stóð “smile God Loves you” og byrjaði að líma límmiðana á búninga þeirra og svo á byssurnar, ég sagði við þá Jesús elskar ykkur, og hann er friðarhöfðinginn. Eftir það fóru hermennirnir og hringdu símtal, svo gekk hermaður auðmjúkur til mín og sagði vertu velkomin, þú ert heiðursgestur Saddam Hussein, við snæddum svo um kvöldið og hann var mjög gestrisinn,“ segir Keith.

Límmiðinn sem Keith límdi á búning og byssur hermannanna

Saddam Hussein gerði Keith að heiðursgest í Írak árið 2000

Upplifði kraftaverk í Suður-Afríku

Keith segir frá því þegar hann var að ganga í gegnum skóginn í Suður-Afríku en þann  daginn hafði verið mjög heitt, hann hafi svitnað upp úr öllu, fötin hans voru orðin gegnumblaut af svita. Vatnið hafði klárast og því hafi hann orðið fyrir vökvatapi og var orðinn mjög þyrstur, varir hans voru skrælnaðar og ekki dropi af munnvatni var eftir í munni hans. Þá fór hann að sjá appelsínur í hyllingum, og hugsaði með sér, mikið yrði ég þakklátur ef ég myndi finna eina appelsínu. Hann hélt áfram göngu sinni í þurrkinum, og ca. 5 mín síðar, sér hann svartan BWM sem keyrir mjög hægt við hlið hans. Þá er rúðan skrúuð niður og eldri kona kallar til hans og spyr “fyrirgefðu er þér heitt og ertu þyrstur“ Keith svarar, já þakka þér kærlega, mér er mjög heitt og já ég er þyrstur. Konan stöðvar þá bílinn og segir komdu hingað. Konan stígur svo út úr bílnum og opnar aftursætið og segir við Keith, “Guð gaf mér köllun að finna þig, og koma með appelsínur til þín, ég er búin að keyra um í þrjá klukkutíma og hér finn ég þig. Konan tók svo upp körfu fulla af ís með appelsínum og rétti Keith.”  Keith hafi hinsvegar aðeins beðið um eina appelsínu en hún var með sex stykki sem gladdi Keith enn meira. Bæði konan og Keith efuðust ekki um að þarna var Guð að verki, og tímasetningin var fullkominn eins og Guð vinnur alla sína hluti.

Gekk með krossinn á topp Kilimanjaro

Það er nokkuð ljóst að Keith velur ekki einföldustu gönguleiðirnar en hann hefur meðal annars dregið krossinn með sér í gegnum Amazon regnskóginn og upp á eitt hæsta fjall heims Kilimanjaro í Tansaníu,sem er hátt í 6 þúsund metrar að hæð. Krossinn er með hjól á endanum sem gerir flutning hans eitthvað léttari en hann vegur 45-50 kíló.

MF: Hefur þú aldrei verið við það að gefast upp, eða hefur hvarflað að þér að hætta?

Keith svarar því neitandi,„Nei ég elska Guð og ég elska fólkið í heiminum. Fyrir mér er þjónustan einfaldlega tilgangur lífs míns, og ekkert skiptir mig meira máli en ást mín til Frelsara okkar Jesú Krists. Mér finnst að Jesús eigi marga þjóna en mjög fáa vini. Það er eitt að vera kallaður vinur; það er annað að vera vinur  í raun.   Ég vil vera vinur hans.   Ég trúi því að hjarta hans bresti vegna týndra sála þessa heims.  Ég veit að einn daginn mun hann þerra hvert tár af augum okkar, en við höfum tækifæri til að þerra tárin af augum hans með því að elska aðra og ná til þeirra.  Ég vil brosa framan í andlitið á honum," segir Keith auðmjúkur.

Keith og eiginkona hans á toppi Kilimanjaro fjallsins

Ætlar að halda áfram þar til hjartað hættir að slá

Keith segist ekki ætla að hætta ferðalagi sínu neitt bráðlega. „Ekki fyrr en hjartað í mér hættir að slá og ég tek minn síðasta andardrátt. Ef það kemur til að ég geti ekki gengið einhvern tímann þá fæ ég mér bara hjólastól, eins og passar svo vel við kenninafnið mitt, og rúlla áfram fyrir ykkur,” segir þessi margblessaði maður brosandi.

Hér er hægt að fylgjast með krossferð Keith Wheeler, sjá myndir og myndbönd af hans 40 ára magnaða og margblessaða ferðalagi.

Fyrir utan Hvítasunnusöfnuðinn í Keflavík.

Viðtalið tók Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri á Fréttin.is

2 Comments on “Einkaviðtal við krossfaran Keith Wheeler: barinn og skilinn eftir til að deyja”

  1. Fyndið hvernig fjölmiðill, Fréttin.is sem berst á einum stað gegn því sem þau kalla ranghugmyndir og geðveiki en koma síðan með langa grein um mann sem greinilega þarf að þjónustu geðheilbrigðisfólks að halda. Hræsnin á sér enginn takmörk

Skildu eftir skilaboð