Skúli: björgum loftslaginu með borgarlínu

frettinLoftslagsmál, Páll Vilhjálmsson, Pistlar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Loftslagsvísindamaðurinn Patrick Brown fékk birta grein í vísindaritinu Nature, sem þykir hvað virtast á sviði náttúruvísinda. Greinin var um áhrif loftslagsbreytinga á skógarelda. Eftir birtingu tísti Brown á X, áður Twitter, að hann hafi litið framhjá öðrum atriðum er yllu skógareldum s.s. lélegri grisjun skóga og íkveikju af mannavöldum.

Telegraph hefur eftir Brown að:

vísindarit birta ekki greinar um loftslagsmál nema þær fylgi ákveðinni formúlu og ríkjandi frásögn um að heimshlýnun sé ein ábyrg fyrir eyðileggingu umhverfisins.

Þeir sem ekki fylgja formúlunni og ríkjandi frásögn um loftslagsvá eru ritskoðaðir. Anthony Watts fékk birta grein í The European Physical Journal þar sem segir að mæligögn styðji ekki fullyrðingar um loftslagsvá. Grein Watts var afturkölluð þegar handhafar sannleikans byrstu sig.

Tveir af handhöfum sannleikans, Michael Mann og Stefan Ramsdorf, áttu aðild að Climate-gate hneykslinu þar sem hamfarasinnar lögðu á ráðin um að kæfa gagnrýnisraddir er efuðust um loftslagsvá.

Vísindi sem byggja á trúarkreddu, falsi og ritskoðun eru einskins virði til að skilja gangverk náttúrunnar. Ráðandi stefna, ríkjandi frásögn, er ekki hugsuð til að upplýsa heldur réttlæta skattheimtu stjórnvalda og margvíslega íhlutun í líf borgaranna. Stjórnmálamenn fjármagna falsvísindin með rannsóknafé og fá í staðinn réttlætingu að láta greipar sópa í buddu almennings til að fjármagna gæluverkefni. Gerist bæði í stórríkjum og örríkjum eins og Fróni. 

Nýlegt dæmi er grein Skúla Helgasonar borgarfulltrúa Samfylkingar. Hann skrifar í Vísi í vikunni til að réttlæta fjáraustur í borgarlínu:

Því til viðbótar er svo lykilatriði máls sem merkilega lítið hefur verið í opinberu umræðunni – í raun og veru fíllinn í herberginu - sem er hvorki meira né minna en stærsta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir sem er glíman við alvarlegan loftslagsvanda sem ógnar framtíð mannkyns og lífríki jarðarinnar um leið. Tengingin við loftslagsmálin er skrifuð inn í samgöngusáttmálann...

Skúli veifar hugmyndafræði en ekki vísindum til að réttlæta aukna skattheimtu sem á að fjármagna hugaróra meirihlutans í gjaldþrota Reykjavíkurborg.

Það er engin loftslagsvá, segja 1600 vísindamenn í yfirlýsingu. Vísindi eiga að byggja á staðreyndum en ekki spásögnum. Það eru sem sagt til vísindamenn, sem að jafnaði sinna fræðum en ekki pólitík, en er nú ofboðið og hafna ríkjandi frásögn sem er byggð á falsi, áróðri og ritskoðun.

Hér á Íslandi ætlar borgarfulltrú að leysa ,,stærsta viðfangsefni heimsbyggðarinnar" með borgarlínu í henni Reykjavík. Áður hét það að haltur leiddi blindan. Nú gildir að fávís fylgir heimskum.

One Comment on “Skúli: björgum loftslaginu með borgarlínu”

  1. Kjósendur velja að sjá ekki hið augljósa (cognitive dissonance) og geta einungis sjálfum sér um kennt að velja til áhrifa æ ofan í æ innistæðulaus kosningaloforð útópíuliðsins sem kann fátt annað en að brenna peninga annars fólks.

    Kjósendur er við að sakast um hvernig komið er inni í stjórnvöldum ríkis og borgar.
    Verði þeim að jafn góðu og krossinn á kjörseðlinum velur.

Skildu eftir skilaboð