Hnignun Íslands

frettinHallur Hallsson, PistlarLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Það eru allir sammála um að framganga Íslands í Luxemburg er ein lélegasta í manna minnum í nýjum þjóðarleikvangi Lúxera. Íslenska liðið var arfaslakt segja allir, eiginlega jafn slakt og íslensk pólitík segi ég.

Fyrirgefið mér að blanda þessu saman en getuleysi ríkisstjórnar og borgaryfirvalda að skapa umgjörð um þjóðaríþróttir er þjóðarskömm. Þjóðaríþróttir okkar, fótbolti, karfa og handbolti eru í torfbæjum á meðan Lúxerar og Færeyingar reisa þjóðarmannvirki. Nýr leikvangur Lúxera var líkt og nudda salti í sárin. Töpum við í Þórshöfn?

Um langt árabil hefur verið rætt um að reisa þjóðarleikvang og íþróttahöll en ekkert gerist, bara alls ekkert frekar en Sundabraut þann arðbæra veg sem myndi leysa reykvíska umferðahnúta og gerbreyta samgöngum í landinu. Spyrjið af hverju vilja þau ekki umbylta samgöngum en krefjast 280 milljarða í borgarlínu?

Pólitíkin hefur engan áhuga á því að lyfta Íslandi og því sem íslenskt er. Það er alvarlegur skortur á stolti í þessu landi. Pólitíkin eyðir milljörðum í stríðsrekstur og tugum milljarða í fólk ólöglega í landinu. Ekkert fjármagn er til þess að lyfta íslenskri þjóðarvitund, bara alls ekkert. Er ekki rangt gefið?

Skildu eftir skilaboð