Rumble slær til baka í máli Russel Brand: munu ekki taka þátt í slaufunarmenningu

frettinInnlendar1 Comment

Sjálfstæði myndbandsvettvangurinn Rumble ætlar ekki að verða við beiðni breskra þingmanna um að banna reikning grínistans Russel Brand.

Rumble fordæmir þingmennina fyrir að reyna hafa áhrif á frjálsa og opna umræðu.  Brand er með 1.4 milljónir fylgjenda á vettvangnum.

Rumble var upphaflega stofnað sem andsvar gegn ritskoðun og þöggun á samskiptamiðlum og YouTube, en þessir miðlar hafa ítrekað misnotað sér stærð sína og yfirburði á markaðnum, með því að útiloka vissar raddir. Þetta var mjög algengt í Covid tímabilinu.

Brand er mjög vinsæll hlaðvarpstjórnandi og hefur eins og áður segir milljónir fylgjenda. Hann hefur verið iðinn við að gagnrýna meginstrauminn, ritskoðun og óheiðarleikann sem fer þar fram. Hann sagði í þætti fyrir stuttu á YouTube, að hann hefði upplýsingar um að það ætti að taka hann niður næst, það efni er nú búið að fjarlægja af Youtube.

Nú hefur það komið á daginn, að um er að ræða sama munstrið sem að menn eiga erfitt með að verjast, þ.e. fjölda ásakana um kynferðisbrot, en ekkert haldbært hefur verið lagt fram því til sönnunar.

Málið er keimlíkt máli Donald Trump, Andrew Tate, Julian Assange o.fl.  Slaufunarmenning er þekkt aðferð til að þagga niður í áhrifamiklum mönnum til að reyna hafa áhrif á störf þeirra og trúverðugleika.

Það var breski þingmaðurinn Dame Caroline Dinenage DBE sem sendi fyrirspurnina um hvort Brand fengi áfram að afla tekna af efni á Rumble og vildi vita hvort reikningnum hans yrði lokað eða ekki.

Rumble fyrirtækið er staðsett í Kanada og því vekur undrun að breskir þingmenn séu að skipta sér að kanadísku fyrirtæki.

Rumble lýsir bréfinu sem barst  frá formanni menningar-, fjölmiðla- og íþróttanefndar í Bretlandi sem „mjög truflandi“.

Þingmaðurinn spurði jafnframt hvað vettvangurinn myndi gera til að tryggja að höfundar gætu ekki notað vettvanginn til að „grafa undan velferð fórnarlamba“.

En talsmaður Rumble sló til baka í yfirlýsingu og sakar CMS nefndina um að reyna að stjórna því hverjir geta tjáð sig á vettvanginum.

Talsmaður sagði: „Við fengum ákaflega truflandi bréf frá nefndarformanni á breska þinginu. Þó að Rumble harmi augljóslega kynferðisofbeldi, nauðgun og alla alvarlega glæpi og telji að bæði meint fórnarlömb og ákærði eigi rétt á fullri og alvarlegri rannsókn, er mikilvægt að hafa í huga að nýlegar ásakanir á hendur Russell Brand hafa ekkert með efni á Rumble að gera.

Í gær tilkynnti YouTube að á grundvelli þessara ásakana á hendur Brand, væri það réttur fjölmiðla að meina herra Brand að miðla efni sínu og afla tekna af því.

Rumble stendur fyrir mjög mismunandi gildi. Við höfum helgað okkur því mikilvæga málstað að verja frjálsa umræðu - sem þýðir að enginn getur tekið geðþóttaákvarðanir um hvað má heyrast eða hvað ekki, eða hverjir mega megi tjá sig eða ekki, það fer gegn stefnu okkar, og er brot á gildi og hlutverki fyrirtækisins.

Rumble mun því ekki láta „slaufunarmenningarmafíuna“ hafa áhrif á vettvanginn eða taka þátt í slíku, segir í yfirlýsingunni sem má sjá hér neðar, ásamt bréfinu frá bresku þingmanninum.

Bréfið frá breska þingmanninum

Svar Rumble

One Comment on “Rumble slær til baka í máli Russel Brand: munu ekki taka þátt í slaufunarmenningu”

  1. Þetta er ekkert annað en leikrit. Ég hef orðið vitni að ritskoðun Rumble. Það er sennilega verið að veita Russel Brand athygli svo að fólk fari að fylgjast með honum. Hann er úlfur í sauðagæru. Hann er bara leikari, sem er í hlutverki fórnarlamsins. Segir bara það sem byrjendur í ransóknum kæmust auðveldlega að.

Skildu eftir skilaboð