Transkonan og borgarfulltrúinn Alexandra Briem, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Spengisandi um helgina ásamt Evu Hauksdóttur lögmanni. Umræðuefnið var kyn og hinseginfræðsla barna í grunnskólum. Alexandra hafnar því alfarið að sjálfsfróun sé hluti af fræðsluefni ungra barna. Borgarfulltrúinn virðist því ekki hafa kynnt sé efni nýútgefinnar kynfræðslubókar menntamálastofnunar, á bls. 106 er sérstaklega vísað til sjálfsfróunar og að gefi kitlandi þægindatilfinningu.
Þvertekur fyrir að sé sjálfsfróun sé kennt börnum
Alexandra segir að það sé vitleysa að sé verið að kenna börnum sjálfsfróun í skólum, „hins vegar sé það sem fræðslan gengur út á, er að börnin læri að þau eigi sinn líkama, þau megi segja nei og fullorðnir eigi ekki að biðja börn um að eiga leyndarmál með þeim.“ Við hljótum flest að vera sammála um að kynlíf og klám er orðið mjög aðgengilegt í samfélaginu og það er mjög erfitt að stoppa börn sem vilji komast í einhverskonar klám. Besta svarið við því er öflug kynfræðsla þar sem börnin geta fengið faglegar og hlutlausar upplýsingar um efnið, segir Alexandra.
Alexandra tekur sem dæmi að BDSM hafi verið á plaggati í grunnskólunum, „en þar hafi einungis verið sagt að BDSM er fyrir fólk sem vill leika sér með valdahlutföll í samböndum eða eitthvað svoleiðis. Það var vegna þess að þetta var stuttu eftir að hatari kom í Eurovision, og krakkarnir fóru að velta fyrir sér hvað BDSM væri.“ Okkur fannst betra að kynna þeim svona en að þau séu að "googla" sjálf kannski og fá misvísandi upplýsingar.
Engin vísindi á bak við framsetninguna
Kristján spyr Evu hvort hún sé sammála að menningarstríð sé hafið. Eva svarar játandi og segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða þegar hún heyrði um fræðsluna innan grunnskólanna.
Eva segir að þegar hún hafi farið að skoða þetta þá sé markmiðið með fræðslunni að sporna gegn klámi og kynferðislegri misnotkun á börnum. Það sé mjög gott og göfugt markmið, en hinsvegar hafi ekkert komið fram neinar skýringar hvernig það eigi að fara fram. Við erum t.d. með bók með teikningu af barni sem er í baði og virðist vera fróa sér, hvernig spornar það gegn klámnotkun barna eða gegn kynferðislegri misnotkun á börnum, spyr Eva.
„Þessu hefur ekki verið svarað og ef það eru góð vísindi bak við þessa framsetningu, þá er hægt að útskýra það og lægja öldurnar í samfélaginu,“ það er eins og sé verið að kyngera börn, segir Eva.
„Bókin tekin úr samhengi“
Alexandra segir að bókin sé tekin út samhengi það sé verið að blanda saman kennslu fyrir unglinga og yngri börn. Hún segir ekki nákvæmlega hvaða myndir einhver hafi séð en mikil til snýst þetta um að börn eigi ekki þurfa að skammast sín fyrir það að hafa einhverjar langanir eða eitthvað svoleiðis. Því oft séu það líka börn sem lenda í einhverri misnotkun finnst eins og þau eigi að skammast sín fyrir það og megi ekki tala um það. Þetta er líka spurning um það að þú ert eins og þú ert og ef að þú stundar sjálfsfróun þá ert það ekkert til að skammast sín fyrir, segir borgarfulltrúinn.
Eva segir að henni finnist athyglisvert að Alexandra fullyrði að það hafi verði markvisst verið ákveðið að varpa sprengju inn á þetta svæði og svo er bara grátið þegar fólk tjáir sig um málið.
Sakar Samtökin 22 um „innrás“
Alexandra segir það rétt að sé verið að varpa sprengju, t.d. með því að „ráðast inn í skóla“ ota myndavélum og kennurum og spyrja þau spurninga, þetta var innrás í skólann, segir borgarfulltrúinn. Eva tekur ekki undir þá fullyrðingu, enda hafi fólkið einungis gengið inn í skólann til að skoða veggspjöld og það sé ekki hægt að flokka sem innrás.
Eva nefnir grein sem birtist á Vísi sem ber yfirskriftina Er samtalið búið, eftir Guðlaug Bragason, þar sem hann kallar eftir samtali í samfélaginu um hinsegin og kynfræðslu barna, sem Samtökin 78 veigra sér hins vegar við. Það hefur aldrei verið tekin nein umræða í samfélaginu um kennsluefni grunnskólanna um þessi málefni segir hún.
Eva tekur dæmi úr bókinni þar sem látið er að því liggja að börn geti valið sér það kyn sem því hentar og það sé verið að normalisera slíkar hugmyndir hjá börnum. Alexandra spyr þá hvort megi ekki normalisera það? Eva svarar þá að ekki eigi að normalisera slíkar hugmyndir inn í hugarheim barna, og það að strákur sé stelpulegur eða öfugt, gefi það ekkert tilefni til að láta barnið halda að það sé fætt í röngum líkama, það sé í raun verið að bjóða upp á slíka nálgun.
Alexandra svarar því að ekki sé hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. „Fyrirgefðu mér heyrist þú vera að segja það að það sé óeðlilegt að kannski gætu þau verið trans, og ef þau séu það þá sé það í lagi. Og þau sem að eru trans eða eitthvað á því rófi, þurfa að fá að heyra það, því það skaðar ekki hin börnin sem eru ekki trans“, segir Alexandra.
„Fólk geti túlkað ýmsa vanlíðan sem kynáttunarvanda“
Eva segir að umræðan sé þannig að sé látið sé að því liggja að það sé algerlega sjálfsagt að skipta um kyn. Þetta auki líkurnar á því að fólk fari að túlka allskonar vanlíðan sem kynáttunarvanda, og það sé ástæða fyrir því að hin norðurlöndin hafi snúist frá þessari þróun og bannað hormónablokkera á börn, danir nú síðast.
Alexandra segir að í fyrsta lagi þá er einungis um 1% sem sjá eftir kynleiðréttingarferlinu og séu því færri en þeir sem þurfa að láta skipta um hnjáliði hjá sér. Transkonan segir skelfilegt að sé verið að stemma stigu við þessar aðgerðir í nágrannalöndum en hún geti verið sammála um að fara varlega í inngrip á unga aldri. „En við sem erum trans upplifum það, að ef við hefðum geta fengið hormónablokkera snemma, þá hefði það breytt mjög miklu, og þar að leiðandi finnist transfólki ómannúðlegt að banna blokkerana alveg og vissulega eigi að fara varlega í það.
Klippu úr umræðunum má hlusta hér neðar og þáttinn í heild sinni hér.
One Comment on “Alexandra Briem: „færri sjá eftir kynskiptiaðgerðum en skipta um hnjálið“”
Alexandra vísar í grein sem er hér https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC8099405/ [Regret after Gender-affirmation Surgery: A Systematic Review and Meta-analysis of Prevalence]
nema hvað, þessi grein notar gögn úr gölluðum og lélegum greinum svo erfitt er að treysta niðurstöðum hennar.
Helstu ágallarnir eru:
1. Ekki reyndist unnt að fylgja eftir 20 til >60% þáttakanda rannsóknanna. Vildu þáttakendur etv. ekki svara vegna þess að þeir skömmuðust sín eða treystu ekki klíníkinni lengur?
2. Í einhverjum tilfellum þurftu þáttakendur að breyta lögskráðu kyni sínu til baka til að teljast hafa séð eftir ferlinu
3. greinarnar fylgdu þáttakendum bara í 6-24mánuði sem verður að teljast ónægur tími til að meta hvort fólk muni sjá eftir
4. kynjaklíníkirnar sáu um að safna gögnunum og 2021 könnun Dr. Littmans komst að þeirri niðurstöðu að aðeins 24% svarenda hefðu tilkynnt til klíníkarinnar að þeir hefðu ákveðið að hætta kynbreytingarferlinu
5. kannanir milli klíníka og rannsakenda ekki standardíseraðar svo það er illmögulegt að reikna saman gögnin og fá vitrænar niðurstöður
sjá nánar: https://cmda.org/regretting-transition-for-gender-dysphoria/