Fullt tungl í hrúti 29. september 2023
Greining stjörnuspekingsins og talnaspekingsins Tania Gabrielle:
Þversumma tölunnar 29 er 11 sem er öflugur dagur til að opna hulin hlið kl. 10:57 á Greenwich tíma og kl. 5:57 tíma austurstrandarinnar New York og 2:57 suðurrikja tíma Los Angeles. Mars sem stýrir hrútunum er með tvær mikilvægar tengingar, önnur er í þversögn en þrjár eru í mótstöðu á þessu fulla tungli fyrir utan sól og tungl eru tvær aðrar Mars er í mótstöðu við Kyron og Mars er í sexkant við Venus, sem er önnur Mars afstaðan og einnig er Venus þvert á Úranus og svo er ein enn afstaða sem ég skýri því næst.
Mikilvægt að halda sjálfum sér á heilnæmum stað
En byrjum á Mars í mótstöðu við Kyron. Kyron er í hrútunum og það er fulla tunglið sem við erum að skoða og Mars stýrir einnig hrútunum því er þetta ofur sterkt tungl sem við virðum fyrir okkur sem virkjar orku hins heilaga stríðsmanns. Þar sem Kyron fjallar um heilsu og lækningu er lykillinn að heiluninni sá að geta tjáð hvers konar spennu sem þessi spennuþrungna afstaða krefur okkur til að finna samhljóm og jafnvægi. Þannig að hvað sem við finnum óvinveitta afstöðu til eða reiði þá þurfum við að tjá okkur á sem heilnæmastan máta svo það fái að losna út, því þegar við viljum núna eltast við markmið okkar og þrá en það elskar Mars að gera getur maður mætt mótstöðu. Þess vegna er mikilvægt að halda sjálfum sér á heilnæmum stað. Þú gætir tekið eftir að á þessum tíma laðarðu fólk að þér sem speglar tilfinningar sem þú nærð ekki að tjá, sem skapar spennu svo þú verður að tjá tilfinningar þínar á einhvern máta. Þannig að þetta snýst í grunninn um að geta tjáð sig í gegnum kærleiksríka orku Kyron því lækningin sem Kyron færir fæst í gegnum kærleikann.
Því miður er Mars hér i sexkant við Venus og það er yndislegt því hér mætast guðdomlegur kvenleikinn og heilög karlmennskan á fallegan 60˚ sexkant þannig þér liður eins og þú sækist eftir ást og þrá og ástríða þín er hátt stillt og þú ert félagslynd-/ur og þetta er í raun góð tenging innri heilagrar karlmennsku þinnar og guðdómlegs kvenleika og einnig ytri sambanda, svo það verður leikur einn að leysa úr ágreiningsefnum og skapandi kraftur þinn er í hámarki.
Pólarnir færa þér skýra sýn og heilun
Þriðja mótstaðan hér fyrir utan sól og tungl og Kyron í Mars er að Merkur er andstæður við Neptúnus. Slíkar mótstöður færa vitund í gegnum það að eitthvað raungerist í mótstæðum póli. Eins og ég segi þegar Mars er á móti Kyron getur það bókstaflega meint persóna sem birtist og þú laðar að þér inn í líf sitt sem tjáir tilfinningar sem þú nærð ekki að sýna en þú þarft að deila til að koma heilunarferlinu í gang. En í grunninn er mótstæð orka milli tveggja pláneta að sgja þér að eitthvað þarf að raungerast í þínu lífi sem þér virðist vera á móti þér þannig að þér birtast tveir pólar til að þú fáir skýrleika. Þannig að pólarnir færa þér skýra syn og heilun. Þetta þýðir að það er margt sem þarf að ná jafnvægi á á þessu fulla tungli því hér birtast 3 mótstöður, þannig eins og ég sagði sú 3. er Merkur á móti Neptúnus sem þýðir þú gætir ekki séð greinilega muninn á raunveruleikanum og sjónhverfingunni eða á milli praktísku hliðanna og algjörum draumaheim, þar sem ekkert virkar. Þú vilt því taka þér tíma fyrir sjálfan þig á þessu fulla hrútstungli og fresta stórum ákvörðunum um að minnsta kosti einn eða tvo daga því þessi afstaða fær þig til að íhuga hluti sem eru dularfullir til að umvefja þig skapandi verkefnum sem fá þig virkilega til að nýta ímyndunaraflið. Ímyndunaraflið verður hér aðalatriðið til að ná í gegnum mótstöðuna. Þá er góð hugmynd að setja róandi tónlist á fóninn, friðsæl hljóð, hafa ró og frið í kringum þig og góðan ilm, fara í bað og búa til heilagan hring fyrir þig og ástvini þína og gera þetta fulla tungl að tíma til að slaka á og hvílast.
Hrúturinn stýrir höfðinu og þegar við tölum um Merkur erum við að tala um hugsanir okkar. Það eru enn 6 plánetur í afturábak gír (retrograde) Merkur snerist reyndar fram á við nýlega, en við höfum Úranus og Júpíter í nauti, Kyron i hrúti, Neptúnus og Satúrnus í fiskum og Plútó í steingeit allar ennþá í afturbak gír, svo þetta fulla tungl í hrút með sól í vog sem stendur fyrir jafnvægið býður þér að vera meðvituð/-aður um pólana í þér sjálfum/-ri. Með því að velja að hreinsa meðvitað út það sem hentar þér ekki lengur og bæta inn í þess stað valkosti sem koma frá hærri tíðni, en þetta eru valkostirnir sem bera hærri tíðni og er lykilatriði.
Mikilvægt að hlusta á eðlisávísunina
Þegar við skoðum kóða talnanna fáum við skýrari merkingu um hvernig það næst. Þversumma 29.9.2023 er 27. 27 er Gandhi talan eins og ég kalla hana þetta er það að ganga í gegnum lífið og taka eftir viskunni og kærleikanum, þú stýrir þar með lífi þínu með tíðni ást og frelsi, samhygð og þversumma 27 er 9 og nían er síðasta staka talan, tala loka, uppgjörs og lausnar. Lausnin er einnig lykilorðið hér, því um leið og við getum sleppt því sem við berjumst á móti eða orku mótstöðunnar, sættum við okkur við og finnum samhljóminn og heilunina, munum að Mars stýrir tunglinu í mótstöðu við Kyron heilarann, því er afar mikilvægt að hlusta á eðlisávísunina Mars og fylgja þessum þræði sem er sá hlutur eða persóna sem þarf að skipta út vegna vals á kosti hærri tíðni. Þannig ef þú vilt skapa þessa góðu breytingu, þarftu líka að breyta þinni afstöðu. Tungl í hrúti og munum að hrútur er eldmerki og þetta er mjög ástríðufull orka og orkan kemur með nýtt upphaf og þetta mun verða svolítið eins og nýtt upphaf þar sem þetta er í hrút verðurðu öruggari með sjálfa-/-n þig og gefur ekki vald þitt auðveldlega, þér liður eins og þú gefir sjálfri/-um þér frelsi og fáir náttúrulega flæðandi andartak eigin krafts. Sól í vog færir síðan jafnvægið og samhljóminn, því vogin er merkið sem stýrir 7. húsi para og giftinga því sjáum við hvar við stöndum í hverju sambandi því þarna mun verða speglað fyrir okkur hvað það er sem við þurfum að sjá í okkur sjálfum og aftur kemur upp meðvitundin um okkur sjálf.
Þurfum að ná jafnvægi inn í þessar tíðnir
Við viljum alltaf með orku Mars ekki einbeita okkur of mikið að reiðinni heldur samheldninni og þetta er einnig lykilþema svo í stað þess að fyllast reiði og ofbeldis hugsunum skoðum hvernig við getum snúið innri átökunum í það að vera sterk og ákveðinn, fást við hlutina á skilvirkan máta í stað þess að taka það inn á okkur, láta eins og við sjáum það ekki og gera svo árás…. Hugsum aftur um Mars stjórnanda hrúts á móti Kyron við þurfum að ná jafnvægi inn í þessar tíðnir og velja það að hlusta á hjartað og velja náttúruna og heyra náttúruna útvarpa sér sjálfri, rödd jarðarinnar, þína innri rödd, þær eru einmitt tengdar þær eru sannleikurinn og þær eru reynslan.
Leggðu aukakraft í gleðina
Mars er í sexkant við Venus og Venus er í óvenju löngu horni við Júpíter sem er mikilvægt því þetta varði frá 18. ágúst til 20. september og venjulega myndi þessi Venus og Júpíter tenging vara í um það bil viku en þar sem Venus fór áfram þann 3. september og Júpíter for í afturábakgír degi síðar, Venus í 15 ˚ í ljóni og Júpíter 15˚ í nauti þá er þetta horn mánaðarlangt í stað vikulangt og þegar Venus færir sig um 15 gráðurnar, og Júpíter færir sig aftur í átt að Venusi þá er þetta afar sérstakur tími til að upphefja þessa aukalegu ástríðu og færni til að tjá sköpun þína í því sem þér fer best og færir þér gleði. Þú vilt sérstaklega setja fókusinn á það sem færir þér gleði á þessum tíma og já þetta eru föst merki naut og ljón, ljónið segir leggðu þennan aukakraft í gleðina en útkoman verður djúpstæð, sterk og varanleg og svo lengi sem þú setur mælistikuna á það sem virkjar þinn sköpunarmátt og hvernig þú tjáir sköpunarkraft þinn með gleði mun þetta tímabil færa þér ótrúlegustu útkomu og er gefandi og gott.
Við höfum því mikið af orku Venusar og Mars og einnig Júpíter inn á milli sem færir fegurð og kraft því er þetta góður tími til að finna tenginguna við fæðingu hins guðdómlega kvenleika og heilagrar karlmennsku sem er að eiga sér stað inn í okkur öllum á þessum tíma.
Heimasíða Tania Gabrielle.
Elín Halldórsdóttir þýddi.