Heimskan og fordildin

frettinJón Magnússon, Loftslagsmál6 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Um árabil hafa stjórnmálaleiðtogar í Evrópu reynt að yfirbjóða hvern annan í því að lofa kolefnishlutleysi vegna meintrar hlýnunar af mannavöldum. Þeir hafa sett markmið, sem eru gjörsamlega óraunhæf og rýra lífskjör í Evrópu og draga úr samkeppnishæfni álfunnar. Fátt sýnir betur hnignun Evrópu en sú fákæna stjórnmálastétt, sem hefur það markmið að draga þrótt úr framleiðslu og skapa borgurum sínum verri lífskjör.

Flest önnur iðnríki en ríki Evrópu eru mikilvirkari í kolefnisútblæstri. Indland, Kína, Bandaríkin og Rússland bera ábyrgð á stærstum hluta af öllum kolefnisútblæstri jarðar. Þessum ríkjum dettur ekki í hug að ná þessu markmiði árið 2050 hvað þá fyrr og eru hætt að látast ætla að gera það nema Bandaríkin. Stjórnmálaleiðtogar Indlands, Kína og Rússlands telja þetta kolefnishlutleysi dæmigerða Vestræna hnignun og hégóma og finnst sjálfsagt að nýta það til hins ítrasta.

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ákvað að breyta um stefnu og viðurkenna, að loftslagsmarkmiðin væru óráð búist var við miklum mótmælum, en þau voru engin.

Vegna heimsku og fordildar stjórnmálamanna í Evrópu munu Evrópskir skattgreiðendur greiða verð fyrir heimsku og úrkynjun með hærri sköttum og hækkuðu vöruverði á meðan ríki á framfarabraut hlægja að forustuliði Vesturlanda.

Við verðum að breyta um stefnu alveg eins og Sunak gerði. Við höfum engin efni á því að greiða tugi milljarða í þessa loftslagshít, sem er stefnumörkun úrkynjaðrar stjórnmálastéttar sem hefur ekkert meginmarkmið en að vera í partýinu. 

Það er brýnt að losa okkur við stjórnmálaleiðtoga heimskunnar og fordilarinnar og kjósa fólk á framfarabraut sem telur hlutverk sitt að bæta kjör borgaranna og virða frelsi þeirra í stað þess að hneppa þá í skattaáþján til að þóknast erlendum loftslagsfurstum. 

6 Comments on “Heimskan og fordildin”

 1. Gjörsamlega klikkaðir leiðtogar á Vesturlöndum! Hvenær mun almenningur fá nóg af skattlagningunni?

 2. Get ekki bedid ad kjosa naest og koma thessu klikkudu EU/kommunistum endanlega burt fra stjornmalum. Islenska thjodin hefur enn vald til ad na voldum en nuna thurfum vid ad standa saman sem aldrei fyrr.

 3. Já Trausti, þú getur ekki beðið með það að kjósa næst?
  enn hvað ætlar þú að kjósa?

  Við erum búin að fara hringin í pólitíkini frá hruni, það er hægt að telja þá þingmenn sem hugsanlega voru nothæfir með puttum annara handar, eins og Jón bendir réttilega á erum við úrkynja af heimsku og eins og staðan er núna er ekki möguleiki að finna fólk til að stýra landinu, sorgleg staðreind!

 4. Vel sagt Ari .. er svo hjartanlega sammala ther thessvegna hef eg ekki kosid i 30 ar …. missti tru a kerfid sem eg er sannfaerdur um ad se rigged .. en vid hofum aldrei adur upplifad thear haettur sem nu stedjar ad .. erlend ofl eru a godri leid med ad na her voldum med hjalp islendinga sem hafa greinilega selt sal sina djoflinum.. Timar hafa breyst .. haettulegir timar framundan. Eiginlega eina sem madur vonast ad gerist er einhverskonar vitundavakning medal folks.. spurningin er, ef thad gerist verdur thad hugsanlega of seint?

 5. Sammála ykkur hér að ofan. En veit einhver hve há upphæðin er sem við borgum í þetta loftslags-fjárhags-svindl? Ég heyrði töluna 55 milljarðar fyrir árið 2021.

  Einnig langar mér að spyrja hefur einhver lesið bókin „The Great taking“ sem gefin var út í Mai á þessu ári og fæst ókeypis á pdf formi á þessari slóð https://thegreattaking.com/ Fróðlegt væri að fá umræðu um efni þessarar bókar.

 6. Saell Bragi,

  Hef ekki sed neinar tolur med thad hingad til en thetta er god spurning madur aetti ad geta komist ad thvi. Thu segir 55 milljardar .. uff vona svo sannarlega ekki. Eg man ad fyrir 2 arum akvadu nokkrir lifeyrissjodir ad fjarfesta 700 milljarda i thessu graenu svindli.. kemur mer verulega a ovart ef their sja thessa peninga aftur.

Skildu eftir skilaboð