Michael McCaul, formaður utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings, sagði við blaðamenn í dag að Egyptar hefðu varað Ísraela við þremur dögum fyrir árás Hamas á suðurhluta landsins að „atburður sem þessi gæti gerst,“ að sögn bandarískra fjölmiðla.
"Það virðist eitthvað alvarlega hafa farið úrskeiðis hjá leyniþjónustum. Við erum ekki alveg viss um hvernig þetta gat farið fram hjá okkur, og við skiljum ekki alveg hvernig þetta gat farið framhjá Ísraelskum leyniþjónustum," sagði McCaul eftir stöðufund um stríðið.
"Við vitum að Egyptaland hafði varað Ísraelsmenn við þremur dögum áður, að atburður sem þessi gæti gerst. Við vitum að hryðjuverkaárásin var vel undirbúin og lagt á ráðin fyrir ári síðan," bætti formaður utanríkismála fulltrúadeildarinnar við.
Fregnir herma að Egyptar hafi varað Ísraela við fyrir árásum
Yfirlýsingar McCaul koma í kjölfar fjölda frétta um að egypskir leyniþjónustumenn hafi sent Ísraelum viðvaranir fyrir árás Hamas um helgina.
Á mánudaginn greindi AP fréttastofan frá því að egypskur leyniþjónustumaður hefði sagt að Egyptar hefðu varað Ísraela ítrekað við „eitthvað stórt væri í vændum,“ en að þessi viðvörun hafi verið virt að vetthugi þar sem ísraelskir embættismenn einbeittu sér að Vesturbakkanum.
„Við höfum varað þá við að hryðjuverk sé í vændum og mjög fljótlega, og það yrði stórt. En þeir vanmátu slíkar viðvaranir,“ sagði embættismaðurinn við AP.
Á þriðjudag greindi Al-Monitor einnig frá því að háttsettir egypskir embættismenn hefðu varað Ísraela við yfirvofandi árás frá Gaza, en að þessar viðvaranir voru virtar að vetthugi og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, ekki upplýstur um stöðu mála.
Á miðvikudaginn vitnaði Financial Times í tvo ónafngreinda embættismenn sem fullyrtu að egypska leyniþjónustan hafi ítrekað varað Ísraela við því að ástandið á Gaza-svæðinu gæti „sprungið“. Embættismenn bættu við að engar njósnaskýrslur væru til um tiltekna árás og þetta hafi aðeins „almenn viðvörun“.
Forsætisráðuneyti Ísraels hafnar því að yfirvöld hafi verið vöruð við, segir upplýsingarnar rangar og að „engin skilaboð hafi borist fyrirfram frá Egyptalandi og forsætisráðherrann hafi hvorki talað né átt fund með yfirmanni egypsku leyniþjónustunnar síðan ríkisstjórnin var mynduð, hvorki beint né óbeint,“ segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.
Jerusalem post greinir frá.