Geir Ágústsson skrifar:
Nær öruggt má telja að árið 2023 verði heitasta ár sögunnar frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram í mánaðarlegri skýrslu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Blaðamaður hefur miklar áhyggjur og skreytir frásögn sína með mynd af ísbirni með myndatextanum:
Heimkynnum margra dýra stafar ógn af hnattrænni hlýnun.
En bíddu nú við, ísbjörnum farnast nú bara ágætlega! Eða með öðrum hinna róttæku samtaka World Wildlife Fund:
... fjöldi undirstofna ísbjarna sem hefur upplifað fækkun undanfarið hefur aukist í fjóra, en gögn vegna átta stofna skortir enn. Góðu fréttirnar eru þær að fimm undirstofnar eru stöðugir á meðan tveir hafa verið að upplifa vöxt.
... the number of polar bear subpopulations experience recent declines has increased to four, with eight populations still being data-deficient. The good news is that five populations are stable while two have been experiencing an upward trend.
Þetta eru ekki samtök sem nota mörg jákvæð orð um stöðu náttúrunnar. Varla nokkurn tímann, þótt tilefni sé til.
Enda eru menn núna yfirleitt hættir að nota myndir af ísbjörnum til að hræða fólk vegna loftslagsbreytinga. Í dag kveikja menn skógarelda og nota þá sem dæmi um skaðlegar loftslagsbreytingar, eða finna einhverja mörgæsategund sem á af einhverjum ástæðum í vandræðum. Nú eða birta mynd af kínverskri stórborg, þakin ryki kolaorkuveranna, þótt það sé miklu frekar staðbundin mengun en eitthvað tengt loftslaginu (enda rugla menn oft viljandi saman mengun og losun manna á gróðurhúsalofttegundum).
Okkur er ekki sagt frá fjölda sólbletta (sem menn vita mætavel að tengist hitastigi Jarðar), grænkun Jarðar vegna aukins styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu eða byggingu nýrra flugvalla á Maldíveyjum, sem áttu að vera sokknar í sæ fyrir löngu síðan. Kostir jarðefnaeldsneytis eru aldrei ræddir þótt slíkt eldsneyti sé eina leið hundruð milljóna manna úr sárafátækt - fólk sem hefur ekki einu sinni aðgang að innstungu í dag.
Hvað um það. Ég ætlaði nú ekki að segja eitthvað satt en umdeilt heldur bara benda blaðamanni á að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í vali á myndefni til að hræða okkur með. Ísbirnir virðast ætla að tóra lengur en margir vonuðust til.
2 Comments on “Skilaboð til blaðamanns: ekki lengur hægt að sýna ísbirni til að hræða”
Hvað verða Bandaríkjamenn svo lengi að kolefnisjafna stríðið í úkraínu ?