Pfizer varar við hjartabólgum vegna mRNA bóluefnis: mest áhætta fyrir 12-17 ára drengi

frettinCovid bóluefni, HeilsanLeave a Comment

Lyfjarisinn Pfizer gaf í síðasta mánuði út leiðbeiningar er varðar aukaverkanir af covid - mRNA bóluefnunum. Í leiðbeiningunum segir að bólusetningin sýni aukna hættu á hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu, sérstaklega fyrstu vikunnar eftir bólusetningu. Áhættan er mest hjá drengjum á aldrinum 12 til 17 ára, segir í tilkynningunni.

Leitaðu tafarlaust til læknis ef þú hefur einhver af eftirfarandi einkennum eftir að þú hefur fengið bóluefnið, sérstaklega innan tveggja vikna eftir að hafa verið bólusettur.

Einkennin eru þessi:

brjóstverkur
andstuttur
hraður hraðsláttur og hjartatruflanir.

Viðbótar einkenni, sérstaklega hjá börnum, geta verið:

Yfirlið
Óvenjuleg og viðvarandi þreyta eða orkuleysi
Viðvarandi uppköst
Viðvarandi verkur í kvið
Óvenjuleg og viðvarandi köld eða föl húð.

MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR

Ef þú eða barnið þitt finnur fyrir alvarlegum ofnæmisviðbrögðum skaltu hringja í 112 eða fara á næsta sjúkrahús. Einkenni um alvarleg ofnæmisviðbrögð geta verið:

Öndunarerfiðleikar, bólga í andliti og hálsi, hraður hjartsláttur, slæm útbrot um allan líkamann, sundl og máttleysi.

Tilkynningu Pfizer má lesa í heild sinni hér.

Pfizer lyfjarisinn varar við alvarlegum aukaverkunum.

Skildu eftir skilaboð