Tesla skemmdist í rigningu: eigandinn þarf að greiða þrjár milljónir fyrir nýjan rafgeymi

frettinGústaf Skúlason, InnlendarLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Par í Edinborg í Skotlandi varð fyrir vélarbilun í Teslunni sinni. Rafbíllinn þeirra fór ekki í gang eftir máltíð á veitingahúsi. Þurftu John og Rob, að bíða í fimm klukkustundir við vegarkantinn í haustmyrkrinu eftir aðstoð frá Teslu samkvæmt tryggingarskilmálum. En það var minnsti vandinn varðandi vélarbilunina.

Þegar bíllinn var fluttur á löggilt verkstæði var þeim sagt, að þeir þyrftu sjálfir að borga fyrir nýjan rafgeymi sem jafngildir um 3 milljónum ísl. kr. Samkvæmt smáa letrinu, þá gildir nefnilega ekki ábyrgðin í vondu veðri.

Reiknuðu með að rafbíllinn stæðist skosku rigninguna

Í viðtali við edinburghlive segjast John og Rob vera „í áfalli“ vegna skilaboðanna frá Tesla. Þeir höfðu ekki hugmynd um það áður en þetta gerðist, að ábyrgðin nær ekki til vatnsskemmda á rafgeyminum ef bílnum er ekið í rigningu. Það var ekki neitt sem þeir reiknuðu með, þegar þeir greiddu rúmlega 10 milljónir króna fyrir nýju rauðu rafmagns Tesluna sína. Þeir reiknuðu með, að dýri fíni rafbíllinn stæðist skoska rigningu og að ábyrgð Tesla myndi gilda, ef eitthvað kæmi fyrir bílinn vegna veðurs.

Þeir fóru út að borða á veitingastað. Laugardagskvöldið endaði samt ekki eins skemmtilega og þeir höfðu búist við. Kalda sturtan eftir verkstæðisheimsóknina var miklu verri en rigningin sem olli því, að rafbíllinn fór ekki í gang og þeir urðu strandaglóbar. Þurftu að bíða í fimm tíma eftir björgunarbíl frá fyrirtæki sem Tesla viðurkenndi.

Fullkominn ruddaskapur

Við edinburghlive segja þeir, að þeir eigi erfitt með að trúa því, að þetta sé satt. Þeir áttu von á því að fá reikning fyrir sjálfsábyrgðinni en ekki reikning upp á 3 milljónir kr.:

„Þetta er fullkominn ruddaskapur.”

Í ábyrgðinni kemur fram, að 8 ára ábyrgð sé á rafgeyminum. En það sem Tesla er ekki að segja með stórum bókstöfum, er einungis er gert ráð fyrir því að fara með bílinn út úr bílskúrnum, þegar veðrið er gott. Hvað Tesla eigendur eiga að gera sem þurfa leggja bílnum utandyra er ekki ljóst.

Vara aðra við að fjárfesta í Tesla rafbílum

Yfirmaður Tesla viðurkennir, að fíni rafbíllinn henti ekki „í hinu slæma skoska veðurfari.” Ekkert var samt minnst á neitt slíkt við bílakaupin. Yfirmaðurinn viðurkennir einnig, að það sé ekki eigendum bílsins að kenna, að rafgeymirinn eyðilagðist við vætuna en það skiptir samt engu máli, því ábyrgðin gildir ekki við slíkar aðstæður hvort eð er.

John og Rob velta því núna fyrir sér, hvers vegna Tesla sé yfirleitt að selja rafbíla sína í Skotlandi ef fyrirtækinu er kunnugt um að bílarnir þoli ekki skoska rigningu. Þeir vara aðra við því að fjárfesta í Tesla rafbílnum, þar sem hann henti ekki aðstæðum í Skotlandi.

„Við höfum keyrt bíl í 30 ár og þetta er flottasti bíllinn sem við höfum átt og svona hagar hann sér þegar götur Edinborgar blotna aðeins og pollar myndast.”

Eftir að Tesla áttaði sig á því, að fjölmiðlar skrifuðum um málið, þá lofaði þjónustuver fyrirtækisins að „taka kvörtunina til athugunar.“ Önnur loforð umfram það hafa enn ekki fengist.

Skildu eftir skilaboð