Gústaf Skúlason skrifar:
Elon Musk hefur engan áhuga á að smjaðra fyrir auglýsendum sem yfirgefa X (áður Twitter). Í viðtali við Andrew Ross deilir hann hugsunum sínum og tjáir sig vægast sagt bæði skýrt og heilshugar um stóru rétttrúnaðarfyrirtækin sem reyndu að fá hann til að gerast meðvirkan við að ritskoða fólk.
Í viðtali við Andrew Ross á „DealBook Summit” tjáði Elon Musk nýlegar herferðir gegn X (áður Twitter). Vegna ásakana frá pólitískum aðgerðarsinnum um að X dreifi gyðingahatri hafa nokkrir auglýsendur kosið að hætta samstarfi við vettvanginn.
Enginn kúgar mig með peningum!
Musk var mjög skýr á því hversu þreyttur hann er á öllum ásökunum um gyðingahatur, sem kom fram í viðtalinu:
„Ef einhver telur sig geta kúgað mig með auglýsingum, kúgað mig með peningum? Fari hann til fja…ns! Fu….you!”
Betra að vera góður í alvöru
Hann beindi spjótum að öllum þeim sem eyða miklum tíma og peningum í að sýnast góðir einungis með því að níðast á þeim sem hafa aðrar skoðanir:
„Það sem mér þykir vænt um er að vera góður raunverulega, – að vera ekki talinn góður. Ég sé alls staðar fólk sem vill sýnast vera gott á sama tíma og það fremur illverk. Slíkir geta farið til helvítis.”
Sjá má og heyra öflug skilaboð Elons Musks til þykjustugóðmenna á myndskeiðinu hér að neðan:
One Comment on “Skýr skilaboð Elon Musks til auglýsenda sem svíkja X vegna rétttrúnaðar”
I’m lost in the ocean of knowledge on your website, and I hope that your intellectual journey continues to go well. I hope you keep making waves.