Tyrkland vill fá F-16 flugvélar fyrir að samþykkja NATO-aðild Svíþjóðar

frettinErlent, Gústaf Skúlason, NATÓLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Valdaelítan í Svíþjóð heldur áfram að sækjast eftir aðild að hernaðarsamtökum Nató undir forystu Bandaríkjanna. En það sem Tyrkir vilja í raun og veru til að klára aðildarumsóknina er að geta keypt F-16 vélar frá Bandaríkjunum. Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar staðfestir, að málin tengjast á augljósan hátt, segir í frétt SVT.

Í sumar tilkynntu sigri hrósandi fjölmiðlar í Svíþjóð, að Tyrkir segðu já við aðild Svía að Nató. Þá var júlí. Síðan hefur ekkert gerst.

Fjárkúgun Tyrklands

Í september var sagt, að Tyrkir segðu já við Nató-umsókn Svíþjóðar, ef Bandaríkin selji F16 flugvélar til landsins. Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfesti í vikunni, að málin tengdust. Hann segir í viðtali við sænska ríkissjónvarpið SVT:

„Við vitum nú þegar, að þessi mál tengjast, því Erdogan forseti hefur sjálfur sagt það. Það er afskaplega lítið leyndarmál, að hlutirnir eru þannig, án þess að tengjast.”

Að sögn sænsku ríkisstjórnarinnar hafa Svíar staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Tyrklandi.

Skildu eftir skilaboð