Kynvitund nýbura

frettinErlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Í nýju tölvukerfi fyrir breskar ljósmæður að skrá nýbura er ekki gert ráð fyrir kyni, sveinbarni eða meybarni, heldur kynvitund, ,,gender identity". Telegraph upplýsir.

Lifandi nýburi er með meðvitund, annars væri barnið andvana fætt. Meðvitund og líkami eru samstofna. Ef annað vantar er ekkert líf. Barnslega einfalt að skilja. Sumir fullorðnir eru að vísu úti að aka í þessum málum sem öðrum.

Sumir segja að barn geti fæðst af röngu kyni. En sé það hægt fylgir sjálfkrafa möguleikinn að fæðast með ranga meðvitund. Hvers vegna heldur enginn fram að stundum sé líkaminn réttur en meðvitundin röng? Hér er á ferðinni skekkja er bíður leiðréttingar. Einstaklingar með ranga meðvitund eiga að fá sinn samastað í litrófi fjölbreytileikans. Annað er mismunun.

Tilfellið er, vitanlega, að börn fæðast hvorki í röngum líkama né með ranga meðvitund. Líffræðilega er það ómögulegt. Þótt breytileiki sé á nýburum lifandi fæddum er alltaf þetta tvennt: meðvitund og líkami. Að því marki sem meðvitundin er hlutlæg heilastarfsemi er hún samkynja líkamanum. Sá hluti sem ekki er efnislegur, hugsunin, er kynlaus.

Aftur er allt hægt með ímynduninni. Í skapandi leikjum eru börn oft aðrar tegundir en homo sapiens; hlébarðar, gíraffar, slöngur og skordýr. Fullorðnir gera sér að leik að verða oggulitlir í glensinu. ,,Og ef ég væri orðinn lítil fluga ... ég eflaust gæti kitlað nefið þitt," söng Haukur Morthens við alþýðuhylli.

Hvað er þetta með kynvitund nýbura í Bretlandi? Jú, samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr innsta hring innvígðra,  urðu þau leiðu mistök í landi Darwins að kyn og tegund víxluðust í nýja forritinu. Ljósmæður, eftir að villan verður leiðrétt, skrá nýbura eftir tegundarvitund, ,,species identity". Þetta er rökrétt afleiðing þegar ímyndunin leikur lausum hala í raunheimi.

Foreldrar verða spurðir, enda nýburi ómálga. Er barnið þitt hæna, slanga, fluga, ljón, hestur, hundur eða köttur? Kannski risaeðla?

Skildu eftir skilaboð