Breski innanríkisráðherrann vill stoppa straum innflytjenda til landsins

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, StjórnmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Breski Íhaldsflokkurinn hélt ársfund sinn fyrir stuttu en flokkurinn er í erfiðri stöðu. Einn ræðumaðurinn var hylltur, Suella Braveman innanríkisráðherra. Hún bar ábyrgð á útlendingamálunum en var látin fjúka.

Hún vill herða á málaflokknum því hún elskar eigið landið. Hún uppskar fagnaðarlæti. Nokkrir miðlar sögðu frá þessum m.a. DailyMail.

Hert útlendingastefna er nauðsynleg fyrir flokkinn sem er í lægð um þessar mundir.

Það eru kosningar í Bretlandi í lok 2024. Mælingar sýna að Íhaldsflokkurinn er langt á eftir Verkamannaflokknum.

En vinsældir forsætisráðherrans Rishi Sunak aukast og það má þakka innanríkisráðherranum og útlendingastefnu hennar sem þykir hörð.

Markmið þeirra er að stoppa straum að ólöglegum innflytjendum yfir sundið milli Bretlands og Frakklands. Ferðir smábáta yfir sundið er gífurlegur og álag á breska samfélagið er mikið.

Bretar nota um 8 milljónir punda á hverjum degi í hótelreikninga fyrir ólöglega innflytjendur. Mörg sveitarfélög eru að drukkna undir þrýstingi að útvega íbúðir,  nota skólana og heilbrigðisþjónustu.

Ástandið getur versnað til muna ef stjórnin grípur ekki inn í og kemur stefnu sinni í gegn sagði Suella Braverman á ársfundinum. Við munum upplifa storm af innflytjendum og samfélagið okkar þolir það ekki sagði hún og uppskar lófalof.

Stjórnin vill umfram allt senda innflytjendurna til Rúganda þar sem þeir eru á meðan verið er að afgreiða umsóknir þeirra.

En dómstólar koma í veg fyrir að það sé hægt. Þeir nota yfirlýsingu Mannréttindadómstólsins sem rökstuðning. Það samþykkir Braverman ekki. Hún segir yfirlýsinguna vernda glæpamenn. Hún sagði að yfirlýsingin ætti að heita yfirlýsing glæpamanna og fékk dynjandi lófaklapp. Hún er tilbúin að draga Breta út úr samstarfinu ef það þarf til að bjarga Bretlandi.

Í fjölmiðlum er Braverman sögð vera rasisti og annað álíka. Verkamannaflokkurinn hefur lagt sitt af mörkum til að sverta hana og þessa hörðu útlendingastefnu. Suella Braverman sendi þeim tóninn í ræðu sinni.

Ég er gerð að hatursmanneskju því ég segi sannleikann án þess að pakka honum í búning. Þið lifið ekki í raunveruleikanum, viljið opin landamæri því það er ekki ykkar starf sem ólöglegu innflytjendurnir taka. Þeir slá grasið ykkar, klippa runna og gera heimili ykkar hrein. Og það er ekki ykkar götur sem innflytjendur hafa yfirtekið sagði hún.

Hún lét ekkert ósagt um lög og reglur. Hún gagnrýndi ,,woke“ bylgjuna sem þýðir m.a. að kynferðisofbeldismenn geti skipt um kyn og á þann hátt komist undan eftirliti.

Eftir mikið lófaklapp stóðu fundarmenn upp og héldu áfram að klappa. Hún er nefnd sem mögulegur leiðtogi ef Sunak tapar kosningum árið 2024.

Þegar Rishi Sunak frestaði banni á bensínbílum um mörg ár jókst fylgi við flokkinn í könnunum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð