Gústaf Skúlason skrifar:
Fitusýra sem er að finna í kjöti og mjólkurvörum frá beitardýrum getur hjálpað til við að berjast gegn krabbameini. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, að því er CBS News greinir frá.
Vísindamenn við háskólann í Chicago hafa komist að því, að kjöt er til gagns í baráttunni gegn krabbameini. Rannsóknin birtist nýlega í Nature (sjá pdf að neðan).
Bætir getu vissra ónæmisfruma sem ráðast á krabbameinsfrumur
Samkvæmt CBS snýst málið um, að fitusýrur sem finnast í kjöti og mjólkurafurðum frá beitardýrum bæta getu T-fruma ónæmiskerfisins til að komast í æxli og drepa krabbameinsfrumur. Háskólann í Chicago skrifar á vefsíðu sinni:
„Næringarefnið sem þekkt er sem trans-vaksenínsýra eða TVA, er að finna í matvælum dýra sem eru tamin til beitar eins og kýr og sauðfé. Rannsóknin leiddi í ljós, að TVA bætir getu þeirrar tegundar ónæmisfruma sem kallast CD8+ sem síast inn í æxli og ræðst á krabbameinsfrumur.”
Jing Chen, einn af vísindamönnum rannsóknarinnar, segir í yfirlýsingu:
„Það eru margar rannsóknir sem rýna í tengslin á milli mataræðis og heilsu manna og það er mjög erfitt að skilja undirliggjandi þætti vegna þess, að fólk borðar svo fjölbreyttan mat … Með því að einblína á næringarefni sem geta virkjað T-frumuviðbrögð fundum við eitt sem í raun eykur ónæmi gegn æxlum með því að virkja mikilvæga ónæmisferil.”
Einn notandi á X segir nettó núll vera dauðadýrkun:
„Nettó núll þýðir að lokum endalok nautakjöts og mjólkurafurða. Þessi rannsókn er bara frekari staðfesting á því að nettó núll er dauðadýrkun.”
Net Zero ultimately means the end of beef and dairy.
— Craig Kelly (@CKellyUAP) December 5, 2023
This study is just further confirmation that Net Zero is a death cult. https://t.co/AhV73yPR9D
Hér að neðan er skýrslan með niðurstöðum rannsóknarinnar: