Fjárfestar auðgast án áhættu – loftslagshugmyndafræðin skapar kommúnískan ríkisbúskap

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það er erfitt að skilja, að bæði hægri og vinstri hlið stjórnmálanna styðji „grænar fjárfestingar” sem í reynd þýða, að skattgreiðendur taka alla áhættuna. Þetta segir Jan Blomgren, prófessor í hagnýtri kjarneðlisfræði, í viðtali við Swebbtv. „Fjárfestar græða þegar vel tekst til en taka ekki á sig tapið ef bakslag verður. Tapið greiða skattgreiðendur. Ég næ þessu ekki alveg,” segir prófessor Jan Blomgren.

Meðan á Covid stóð kom ESB með áætlun um að koma hjólunum af stað aftur með fjármagni samsvarandi 10 þúsund milljörðum sænskra króna eða ríflega 133 þúsund milljörðum íslenskra króna. Kjarnaeðlisfræðiprófessor Jan Blomgren útskýrir í Swebbtv, að hinn svokallaði heimsfaraldur hafi skapað yfirvöldum leið til að efla völdin í allri Evrópu.

Kórónusjóður ESB versta bruðl ársins 2022

Kórónusjóður ESB var árið 2022 tilnefndur sem versta bruðl ársins af eftirlitsmanni með notkun almannafjár. Jan Blomgren segir:

„Sá pakki snýst mikið um svokallaðar grænar fjárfestingar og þess háttar. Athugið að þeir leggja tæpan helming, yfir 4.000 milljarða sænskra króna, til hliðar vegna verkefna sem tengjast vetni. Þannig að stjórnmálamennirnir hafa ekki bara sagt að koma verði hjólunum í gang í Evrópu aftur, heldur að það verði sérstaklega gert með vetni. Það þýðir, að þeir sem geta minnkað losun koltvísýrings um helming með metangasi fá ekki krónu, því það er ekki vetnisgas. Þar sem stjórnmálamennirnir velja sigurvegarann, þá er skautað fram hjá verðmætri nýsköpun.”

Ný tegund kapítalisma

„Það leiðir til fæðingar nýrrar tegundar kapítalisma. Áður þurfti maður að hugsa, hvort hægt væri að græða peninga á verkefninu og hvaða áhættu væri verið að taka. Þá þurfti að fara í bankann og sannfæra hann um að veita lán upp á milljarða króna. Núna er staðan sú, að það er risastór skál af ókeypis peningum. Þá er áhugavert fyrir kapítalista að fá aðgang að þeim peningum, því þetta eru áhættulausir peningar, einhver annar borgar.”

Bæði vinstri og hægri stjórnmálamenn samþykkir grænu hugmyndafræðinni

Þetta snýst því um viðskiptasamninga upp á marga milljarða dollara með peningum annarra. Jan Blomgren heldur áfram:

„Það er athyglisvert, að þetta er knúið áfram af bæði hægri og vinstri stjórnmálamönnum í Evrópu. En það sem gerist við þetta fyrirkomulag, er að skattgreiðendur taka alla áhættuna. Ef tap verður, þá borga skattgreiðendur brúsann. Ef vel tekst til græða áhættufjárfestarnir sem í hlut eiga en þeir taka ekki á sig tapið ef áfall verður. Það lendir á skattgreiðendum.”

„Ég á mjög erfitt með að sjá, bæði fyrir hægri og vinstri hlið stjórnmálanna, hvers vegna fólk telur rétt, að núna eigi þegar ríkt fólk að geta auðgast enn frekar á áhættulausan hátt og skattgreiðendur látnir borga brúsann á endanum. Ég næ því ekki saman hugmyndafræðilega séð.”

Hér að neðan má sjá viðtal Swebbtv við Jan Blomgren:

Skildu eftir skilaboð