Fyrirmyndarríkið sem hvarf

frettinErlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fyrir nokkrum áratugum var Svþjóð í hópi ríkustu þjóða heims. 

Þegar mín kynslóð var að alast upp var vísað til Svíþjóðar sem fyrirmyndarríkisins, þar sem jöfnuður væri mikill, réttindi karla og kvenna þau sömu og talað var um sænska gæðframleiðslu og gæðavörur hvort heldur bílar, skyrtur og allt þar á milli.  

Glæpatíðni var lág og fátítt að konum væri nauðgað. Svo breyttist þetta. Svíþjóð hvarf úr hópi fyrirmyndarríkisins og það mátti ekki tala um orsökina, stefnu Svía í málum innflytjenda. Mikilli fjöldi innflytjenda frá múslimaríkjum breytti þessari paradís í það sem Svíþjóð er núna.

Í dag eru flestar nauðganir á konum í Evrópu í Svíþjóð. Framleiðsla dregst saman og um daginn var talað um að Svíar væru að dragast aftur úr efnahagslega. Gengjastríð geisa á götum í Gautaborg og Stokkhólmi og í hverfum þar sem mikið af múslimum búa er árviss viðburður að farið er með eldi um bílaflota hverfisbúa. Velferðarfarþegar múslimska samfélagsins taka síðan sinn toll.

Sum hverfi í Stokkhólmi og víðar eru þannig, að lögregla eða sjúkralið fer ekki inn í þau nema með aðstoð þungvopnaðs herliðs. 

Svona hefur stefna góða fólksis í Svíþjóð leikið landið. Svona vill góða fólkið á Íslandi líka leika Ísland með fréttastofu Ríkisútvarpsins í broddi fylkingar. 

En við skulum ekki láta það gerast. Við skulum tala um vandamálin og bregðast við þeim. Lokum landinu á þessa hlaupastráka og mótum löggjöfina í innflytjendamálum miðað við hagsmuni íslensku þjóðarinnar en ekki gerviflóttamanna.

Við ætlum okkur að standa vörð um íslenska tungu, íslensk gildi og menningararf það er skylda okkar við börnin okkar og framtíðina

Skildu eftir skilaboð