Jólahótun Hvíta hússins: „Borgið Úkraínu eða við sendum frændur ykkar og syni út í stríð gegn Rússlandi“

frettinErlent, Gústaf Skúlason, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bandaríkin gætu verið á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar gegn stærsta kjarnorkuveldi heims ef einn áhrifamesti fjölmiðlamaður í Bandaríkjunum og víðar, Tucker Carlson, hefur rétt fyrir sér.

Tucker varpaði fréttasprengju 7. desember um að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði sagt þingmönnum á kynningarfundi 6. desember, að „ef Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fengi ekki meira fé frá bandarískum skattgreiðendum, þá myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna senda ættingja þeirra í stríð gegn Rússlandi.”

Opin hótun um að hefja þriðju heimsstyrjöldina

Hér er átakanleg færsla Tucker í heild sinni:

„Stjórn Biden hótar Bandaríkjamönnum opinberlega vegna Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, upplýsti þingmenn á trúnaðarfundi í fulltrúadeildinni í gær, að ef þeir samþykktu ekki meira fé fyrir Zelensky „þá sendum við frændur ykkar og syni til að berjast við Rússland.“


„Borgið fjármálajöfrunum
eða við drepum börnin ykkar!”

Skildu eftir skilaboð