Gústaf Skúlason skrifar:
Hinn heimskunni bandaríski rannsóknarblaðamaður og Pulitzer-verðlaunahafi Seymour Hersh skrifaði nýlega pistil um viðræður hershöfðingja stríðandi aðila í Úkraínudeilunni. Málið er segir Hersh, að það eru ekki stjórnmálamennirnir heldur hershöfðingjarnir Valery Gerasimov frá Rússlandi og Valery Zaluzhny frá Úkraínu sem reyna að finna nýjan flöt á deilumálunum. Vopnahlé og samningaviðræður verða sífellt nauðsynlegri fyrir Úkraínu. Hér er birt brot úr pistli Seymor Hersh og einnig sagt frá nýjum skrifum Larry Johnson um málið.
Seymor Hersh skrifar:
FRÁ EINUM HERSHÖFÐINGJA TIL ANNARS
„Verið er að semja um hugsanlegan frið í Úkraínu á milli herforingja. Þetta hafa verið harðir mánuðir fyrir Joe Biden forseta og óbilandi teymi hans í utanríkismálum. Ísraelar fara eigin leiðir í stríðinu gegn Hamas með endurnýjuðum loftárásum á Gaza og bandarískur almenningur er sárlega sundraður eins og endurspeglast í könnunum sem halda áfram að vera óhagstæðar Hvíta húsinu.
Á meðan eru forsetinn og aðstoðarmenn hans í utanríkismálum líka skildir eftir út undan þar sem alvarlegar friðarviðræður Rússa og Úkraínu ganga hröðum skrefum.
„Allir í Evrópu eru að tala um þetta” – friðarviðræðurnar – sagði bandarískur kaupsýslumaður við mig fyrr í vikunni. Hann fékkst árum saman við háttsett úkraínsk diplómatísk málefni og hernaðarmál hjá ríkisstjórninni „En það eru margar spurningar á milli vopnahlés og samkomulags.” Hinn gamalreyndi blaðamaður Anataol Lieven skrifaði í vikunni, að ástandið á vígvellinum í Úkraínu gerði „vopnahlé og samningaviðræður um friðarsamkomulag sífellt nauðsynlegri fyrir Úkraínu.“ Hann sagði að það væri „einstaklega erfitt“ fyrir Úkraínustjórn undir forystu Volodymyr Zelensky að samþykkja viðræður, þar sem hún neitar ítrekað að semja við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Drifkraftur þeirra viðræðna hefur hvorki verið Washington eða Moskva, Biden eða Pútín, heldur tveir háttsettir hershöfðingjar sem stjórna stríðinu, Valery Gerasimov frá Rússlandi og Valery Zaluzhny frá Úkraínu.”
Engin mótmælir Úkraínustríðinu í Rússlandi
Annar bandarískur blaðamaður skrifar einnig grein um Úkraínustríðið, Larry Johnson. Hann lætur meðfylgjandi mynd af sér á Rauða torginu í Moskvu fylgja með og segist ekki verða var við nein mótmæli eða læti vegna Úkraínustríðsins í Rússlandi. Í nýrri grein í The GatewayPundit skrifar Larry:
„Zelenskí krafðist þess, að yfirhershöfðingi úkraínska hersins, Zaluzhny, segði af sér af fúsum og frjálsum vilja eða vegna heilsufarsvandamála o.s.frv. (Átti opinberlega að vera af hvers kyns persónulegum ástæðum til að afstýra grunsemdum um að Zelenskí ræki hershöfðinginn persónulega sjálfur).
Zaluzhny neitaði að fara af sjálfsdáðum. Hann stendur í þeirri meiningu, að hann hafi leitt hersveitir Úkraínuhers til marga sigra, bjargað mörgum lífum venjulegra hermanna og hafi gert/og muni geta gert miklu meira gagn. Að sögn heimildarmannsins sagði Zaluzhny hershöfðingi beint við Zelenskí: „Sjálfur mun ég ekki fara en ef þú ert persónulega óánægður með mig – „rektu mig þá“ en það er þá persónuleg ákvörðun þín sem þú verður að svara fyrir.”
Ef rétt er hjá Hersh sem venjulega hefur haft rétt fyrir sér hingað til, þá eru mótsetningarnar á milli Zelenskí forseta Úkraínu og hershöfðingjans Zaluzhny skiljanlegar. Zelenskí rekur stefnu Nató og Bandaríkjanna sem kostað hefur a.m.k. hálfa milljón mannslífa í Úkraínu (sögur ganga um að það geti verið allt að ein milljón manns) og vill fara með Vesturlönd í þriðju heimsstyrjöldina við Rússland. Zaluzhny leitar samningsleiða við Rússland, því hann veit hvernig staðan á vígvellinum