Hamas-öskur í Háskóla Íslands

frettinInnlent2 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Háskóli Íslands fóstrar öfgar og leyfir að aðsúgur sé gerður að ráðherrum í háskólabyggingum. Tvær stofnanir Hí stóðu að hátíðarfundi. Skipuleggjendur gerðu ekkert til að koma í veg fyrir aðför að utanríkisráðherra. Aftur fékk Katrín forsætis viðvörun um að mæta ekki.

Samkvæmt útgefinni dagskrá átti Katrín að flytja opnunarávarp og taka þátt í pallborðsumræðum. Forsætisráðherra fékk veður af hvað var í vændum og mætti ekki.

Uppákomuna í gær ber að skoða í ljósi nýlegrar yfirlýsingar þriðjungs akademískra starfsmanna HÍ. Tilfallandi bloggaði:

Einir 315 starfsmenn Háskóla Íslands, um þriðjungur akademíska starfsliðsins, skrifa undir yfirlýsingu sem gæti verið saman á sellufundi Hamas. Ísrael er kennt við nýlendustefnu, þjóðarmorð og stríðsglæpi. Ekki eitt orð um fjöldamorðin 7. október. Norðurslóðadeild Hamas starfar af krafti í Háskóla Íslands. Á meðan hryðjuverkasamtökin eiga slíka bakhjarla vítt og breitt á vesturlöndum er engin hætta á öðru en að þau láti áfram til sín taka og leggi á ráðin um frekari fjöldamorð.

Aðdáendur Hamas í HÍ sjá í gegnum fingur sér að íslamistar nauðgi konum í gíslingu og drepi börn á brjósti. En þegar dropi af palestínsku blóði spillist í sjálfsvörn Ísraels gengur allt af göflunum. 

Deila gyðinga og araba er í grunninn nauðaeinföld. Á meðan arabar viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis varir stríðsástandið. Arabar fá víðtækan stuðning i menningarheimi múslíma og vinstrimanna á vesturlöndum við kröfuna um að Ísrael skuli afmáð af landakortinu. 

Eini maðurinn sem í gær gekk hnarreistur frá öfgahælinu vestur á melum er Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Bjarni sagði að viðskilnaði „Al­mennt finnst mér bara gott að fólk tali sam­an og öskri ekki á hvert annað.“ Hamas-öskur er frummennska án siðmenningar.

2 Comments on “Hamas-öskur í Háskóla Íslands”

  1. Viðbjóðslega heimskulegur pistill. Páll hlýtur að eiga við andleg veikindi að stríða

  2. Þessi pistil hjá þér Páll er ekki serstaklega vandaður það verður nú að segjast!

    Páll ég held að þú ættir að spá í því afhverju svona hreifingar eins og Hamas spretta upp?
    hugsaðu út í það hvernig þér myndi líða ef þú og þitt fólk væri læst innan girðingar svo áratugum skiptir, þetta er rótin af öllu þessu hatri sem er í gangi milli Ísrael og Palistínu.

    Það er alveg á hreinu hver stýrir þessum ófögnuði þarna fyrir botni Miðjarðarhafs!
    https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-12-09-bandarikjamenn-beittu-neitunarvaldi-gegn-tillogu-um-tafarlaust-vopnahle-399237

    Þetta eru sömu hundarnir og bera ábyrgð á viðbjóðunum í Úkraínu!

    Það er merkilegt að þú ert að upphefja siðblindan Bjarna Benediksson sem forritaður úr vestrænni fasismasmiðju Íslands.

Skildu eftir skilaboð