Hvar er formaður Félags grunnskólakennara?

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

PISA könnunin með allri sinni dýrð er opinber. Margir fjalla um og ræða árangur nemenda og kennsluhætti grunnskólakennara. Stefnur, strauma og matskerfi grunnskóla. Kastljós tók málið fyrir og þar áttu grunnskólakennarar von á forystusauði sínum. Nei þannig var það ekki, formaður Kennarsambands Íslands(KÍ) mætti ekki formaður Félags grunnskólakennara(Fg).

Ég spyr af hverju? Formaður KÍ á ekki að sitja fyrir svörum þegar málefni grunnskólans ber á góma, það á formaður Félags grunnskólakennara að gera og enginn annar. Til þess var hann kosinn. Velti fyrir mér hve þögull formaður Fg er. Sjaldan ef nokkurn tímann er rætt við hann um málefni sem viðkoma grunnskólanum. Yfirtók formaður KÍ hlutverk formanna einstakra félaga þegar hann tók við keflinu í Kennarasambandi Íslands, velta má þeirri spurningu upp. Öllum er ljóst að hann elskar það hlutverk en fyrr má nú rota en dauðrota.

PISA könnun er mælitæki sem á rétt á sér. Eftir að samræmdu prófin voru felld niður eru engar samræmdar mælistikur til að kanna þekkingu nemenda á landsvísu. Það er slæmt. Sú jöfnunarstefna sem háir grunnskólanum hefur kostað samfélagið of mikið. Mörgum fórnað fyrir fáa. Danir ganga svo langt að tala um mikla ábyrgð stjórnenda á lélegum árangri nemenda í PISA könnuninni. Danskir nemendur fóru illa út úr læsi og stærðfræði.

Bloggari hefur á kennsluferli sínum, 16 ár, heyrt sér reynslumeiri kennara tala um slakari lesskilning nemenda. Menn hafa velt vögum yfir læsisstefnum, hvort Byrjendalæsi sé rétt aðferð í lestri barna eða hvort nota eigi eingöngu hljóða aðferðina. Á að hræra öllu saman og vona að út komi þokkalegur árangur. Allir eru meðvitaðir, það hefur eitthvað gerst undanfarin mörg ár.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða galla á námskrá og matskvarða sem innleiddir voru fyrir nokkrum árum. Kennurum gert að vinna eftir þeim hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ákvörðun að ofan og minnir um margt á þessa sögu. Því miður voru mótmælin ekki hávær þá.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða fjölgun útlenskra barna í grunnskólann og þann tíma sem þau taka í kennslustofu þar sem lítill stuðningur er við þau inni í kennslustofum.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða aukið álag í kennslustofum kennara með fjölgun útlendinga sem tala ólík mál og agavandamál sem hafa aukist.

Formaður félag grunnskólakennara á að tala um mikilvægi þess að foreldrar komið að lestrarþjálfun barna sinni, sérstaklega á yngri stigum.

Formaður félags grunnskólakennara á að ræða allar þær stefnur, strauma og hugmyndafræði sem laumar sér inn í skólakerfið, án þess að grunnskólakennarar fái rönd við reist. Stjórnendur bera þar höfuð ábyrgð. Margir skólar sinna mörgum stefnum og hugmyndafræði og til þess þarf tíma ef vel á að vera.

Svona gæti ég haldið áfram, en formaður Félags grunnskólakennara virðist í felum, á bak við formann KÍ. Faðir minn sagði stundum og mér datt þetta í hug þegar ég hugsa framtaksleysi formanns Fg. ,,Strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt.“

Á kennsluferli bloggara hafa þrír forystusauðir verið í Félagi grunnskólakennara. Sá sem nú situr virðist illa hæfur til að tjá sig við fjölmiðla, miðað við hve lítið hann tjáir sig um málefni kennara. Formaður KÍ á ekki að sjá um það, hans hlutverk er annað. Hann á ekki að tjá sig um málefni einstakra félaga en virðist sendisveinn fyrir formann Fg.

Staðreyndir sem ekki er hægt að horfa framhjá, ræða og leita lausna við. Fjölgun grunnskólanema byggir á börnum af erlendum uppruna en í dag eru þau á milli 15-20% af öllum þeim börnum sem stunda hér nám. Í sumum hverfum er staðan mun verri. Endar þetta eins og í Danaveldi? Danir setja börn sín í auknu mæli í einkaskóla til að tryggja góða menntun fyrir börn sín. Um fimmti hver nemandi var árið 2022 í einkaskóla. Víða ríkir ófremdarástand í dönskum skólum.

Höfundur er kennari.

Skildu eftir skilaboð