Kjöt er heilsusamt fyrir barnshafandi konur

frettinGústaf Skúlason, RannsóknLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Alþjóðleg rannsókn með þátttöku yfir 1.700 kvenna sýnir, að yfir 90% þeirra sem vilja eignast barn skortir nauðsynleg vítamín, sem aðallega er að finna í kjöti og mjólkurvörum. Vísindamennirnir vara við því, að tískan með jurtafæði geti aukið vandamálið.

Rannsóknin var gerð í Bretlandi, Nýja Sjálandi og Singapúr. Hún leiddi í ljós að um 90% kvenna sem skipuleggja meðgöngu höfðu skort lykilnæringarefni. Konurnar, sem voru á aldrinum 18 til 38 ára, voru valdar í svokallaða Nipper rannsókn, alþjóðlega rannsókn sem athugar hvort samsetning næringarefna fyrir og á meðgöngu geti bætt heilsu mæðra og barna þeirra.

Flestar vörur sem voru athugaðar vantaði næringarefni sem skipta sköpum fyrir heilbrigðan fósturvöxt og er aðallega að finna í venjulegu kjöti og mjólkurvörum.

Fæðubótarefni

Til að bregðast við skortinum var þátttakendum úthlutað af handahófi annað hvort venjuleg vítamín eða endurbætt útgáfa með aukalegum næringarefnum. Niðurstöðurnar sýndu verulega framfarir. Samt sem áður fékkst ekki ákjósanlegasta útkoman.

Prófessor Asma Khalil við „Royal College of Obstetricians” og kvensjúkdómalæknar lýsti áhyggjum sínum af því, að allt að 90% kvennanna væru með lítið magn af vítamíni. Hún leggur áherslu á nauðsyn þess að lausasölulyfjum sé still í hóf á meðgöngutímanum. Asma Khalil segir:

„Þetta sýnir mikla þörf á fæðubótarefni fyrir og á meðgöngutímanum.”

Þeir sem standa að baki rannsókninni vilja fá sameiginlega stefnu til að takast á við vandann. Það felur í sér næringarríkt mataræði, fæðubótarefni án lyfseðils og einstaklingsviðmiðun út frá heilsufari.

Verður að borða kjöt svo öll næringarefni skili sér

Prófessor Keith Godfrey, faraldsfræðingur og aðalhöfundur skýrslu rannsóknarinnar við háskólann í Southampton, varar við því, að vandinn geti orðið verri vegna vaxandi vinsælda jurtafæðu, sem oft skortir B12 og D vítamín.

„Það kom okkur á óvart hversu algengt það var, að þessi örnæringarefni væru í svo litlum mæli og úti í kantinum. Fyrir einstaklinginn er svarið einfalt: Ef þú fylgir ekki hágæða mataræði, þá gætir þú þurft að íhuga að taka fæðuviðbótarefni.”

Skildu eftir skilaboð