Nýjung í íslenskri heilbrigðisþjónustu – eggheimta hjá börnum

frettinHeilbrigðismál, InnlentLeave a Comment

Einkarekni frjósemisgeirinn á Íslandi í heilbrigðisþjónustu hefur stækkað ört síðustu ár.  Konur sem eru að fara á breytingaskeiðið hafa getað farið í eggheimtu til þess að reyna varðveita frjósemi sína eitthvað lengur – og aukið möguleikana sína á að eignast eigið afkvæmi.

Konur sem eru yngri en 44 ára stendur til boða að láta ná í egg úr eggjastokkum sínum, frysta og geyma til betri tíma. Meðalaldur viðskiptavina frjósemisklíníka var á síðasta ári 36 ár.

Hins vegar hefur það færst í vöxt á Íslandi að stúlkubörn sem skilgreina sig sem trans, sé ný viðbót viðskiptahóps einkarekinna frjósemisklíníka.

Hvað er eggheimta?

Eggheimta er framkvæmd með því að tveimur vikum fyrir aðgerðina, þurfa konurnar að taka inn hormónalyf í sprautuformi til þess að offramleiða hormón svo að mörg egg losni í einu. Þegar nóg er af eggbúum í eggjastokkum á konan að taka inn örvunarsprautu 36-48 klst. fyrir aðgerð, sem stuðlar að sjálfri egglosuninni. Þessi lyf eru alls ekki án aukaverkana og geta valdið mjög miklum hormónasveiflum, skapsveiflum, höfuðverk, svefnleysi, hita-og kuldaköstum, eymslum í brjóstum og uppþembu. Sjaldgæfari aukaverkanir eru oförvunarheilkenni eggjastokka eða OHSS sem veldur því að þeir bólgna, sem leiðir til kviðverkja, uppþembu, ógleði, þyngdaraukningar og annarra óþægilegra einkenna.

1% sjúklinga geta fengið blóðtappa, nýrnabilun, sprungnar blöðrur á eggjastokkum og í verstu tilfellum hafa sumar konur látist vegna meðferðanna.

Eggheimtuferli

Í sjálfri aðgerðinni fær konan kæruleysissprautu. Síðar er stúlkan látin gleiða fæturna í sundur. Þá er stungin nál í gegnum leggangavegginn inn í eggjastokkinn. Nálarnar fara inn í hvert eggbú eggjastokka og eru sogaðir út til að draga vökvan og eggin sem fylgja honum.

Fréttin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að 14 ára stúlkur hefi verið teknar í eggheimtu í Reykjavík og að stúlkum allt niður í ellefu ára standi þetta til boða gegn gjaldi, til þess að varðveita frjósemi sína.

Fjöldi stúlkubarna sem skilgreina sig sem trans hefur margfaldast – og í raun verið í veldisvexti síðasta áratuginn. Því fyrr sem egg eru sótt, því fleiri, og því betri eru þau.

Skv. verðskrá frjósemisklíníka kostar slík meðferð amk. 600 þúsund krónur í hvert skipti auk þess að árlegt geymslugjald er tekið fyrir frystinguna, sem hleypur þar að auki á hundruðum þúsunda.  Á heimsvísu er markaðurinn 14 milljarða bandaríkjadala virði.

Á Íslandi hefur engin umræða skapast um siðferðislega þáttinn er snertir eggheimtu hjá stúlkum langt undir lögaldri.

Fréttin hefur rætt við sérfræðinga á sviði lífeðlissiðferðis (e.Bio ethics) og klíníska barnasálfræðinga sem eru uggandi yfir þessari þróun á starfsemi frjósemisgeirans.

Fréttin hefur beðið landlæknir um álit sitt og bíður svara hans.

Eggheimtuferlið er verulega kostnaðarsamt.

Skildu eftir skilaboð