Gústaf Skúlason skrifar:
Óskir leiðtoga Evrópusambandsins, að Úkraínustríðið haldi áfram eru alls ekki þær sömu sem íbúar í aðildarríkjum ESB vilja. Það sýnir er ný könnun ungverska fyrirtækisins Szazadveg sem hringdi í 30 þúsund manns í 30 löndum í Evrópu (sjá pdf að neðan).
71% eru sammála fullyrðingunni um að „stöðva eigi stríðið umsvifalaust” og 73% vilja „neyða” Rússland og Úkraínu til að hefja friðarviðræður og semja um frið. Aðeins 20% eru sammála þeirri afstöðu valdhafa, að stríðið nauðsynlegt sé að stríðið haldi áfram „þar til Úkraína sigrar Vladimír Pútín.“
89% hafa svolitlar, töluverðar eða fullkomlega áhyggjur af því, Úkraínustríðið geti farið út í stærra stríð sem dragi heimaland þeirra með í styrjöldina. Einungis 10% segjast hafa alls engar áhyggjur. Á meðan 71% vilja tafarlausa stöðvun stríðsins þá vilja 20% að stríðið haldi áfram, þangað til búið er að sigrast á Pútín. Næstum því enginn vill senda hermenn til Úkraínu.
77% eru neikvæðir gagnvart búrókrötunum í Brussel, 63% eru andvígir innflytjendastefnu ESB og jafnmargir eru óánægðir með hvað ESB hefur gert til að sigrast á verðbólgunni og fá niður verðlagið.