Gústaf Skúlason skrifar:
Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer hefur skrifað bók um „grænu hugmyndafræðina” sem ber nafnið „Græna morðið.”
Vindorka hefur lengi verið af hálfu grænna postula, yfirvalda og vindorkuverktaka verið sett fram sem ódýr og grænn orkugjafi. En í rauninni er hún mjög dýr og slæm fyrir umhverfið. Ástralski prófessorinn og jarðfræðingurinn Ian Plimer fullyrðir það í viðtali við Sky News Australia.
Vindorkuver í Svíþjóð eru að fara á hausinn. Þá er ekki verið að tala um einstakar vindmyllur. Að minnsta kosti 1.000 vindmyllur eru í dag á kúpunni. Kínverskt alþjóða fyrirtæki sem kommúnistar stjórna sýgur út peninga úr vindorkuverunum og skilur þá, sem voru svo vitlausir að fjárfesta í „grænni orku,” eftir á hausnum. Fleiri munu fylgja í kjölfarið. Þannig að fullyrðingin um svindl sem leiðir til gjaldþrots á rétt á sér.
Vindorkan er svarið ef þú vilt verða gjaldþrota
Þetta er ekkert nýtt, að sögn prófessorsins og jarðfræðingsins Ian Plimer. Vindorkan er umkringd goðsögnum. Raunveruleikinn er annar, eins og núna kemur í ljós. Plimer segir:
„Svona er þetta um allan heim. Vindorkuverin eru mjög dýr. Þau hafa mjög stuttan líftíma. Þau eru mjög mengandi, með hættulegum efnum sem streyma út úr skrúfublöðunum, fuglar deyja. Vindorkan er svarið til að verða gjaldþrota.”
Sama sagan alls staðar
Hinir ríku sleppa við alla ábyrgð, því kostnaðurinn lendir á venjulegu fólki. Eigendur tæma fyrirtækin og landeigendur þurfa að borga. Ian Plimer heldur áfram:
„Ef þú vilt verða gjaldþrota, þá ættirðu að fjárfesta í vindorku og risastórum styrkjum. Vesalings gamli ellilífeyrisþeginn þarf að borga. Við höfum séð þetta gerast í Englandi, Hollandi og Norður-Þýskalandi. Við sjáum það í Kaliforníu og Texas. Út um allan heim.”
„Um leið og þú velur vindorku, sérstaklega vindorku á hafinu, rýkur kostnaðurinn upp úr öllu valdi og fólk verður gjaldþrota.“
Heyra má viðtalið hér að neðan:
One Comment on “Vindorkan er svindl sem leiðir til gjaldþrots”
Ef að hugmyndin er nógu galin, stökkva íslenskir pólitíkusar á ana, og láta kjósendur sína borga klúðrið. Týpísk íslensk stjórnmál enn eina ferðina.