Gústaf Skúlason skrifar:
Það styttist óðum í jólin og alls staðar má sjá menn í jólasveinabúningi leggja sitt af mörkum til að skapa góða jólastemningu. Allir taka þó ekki vel á móti jólunum. Það fékk einn jólasveinninn í Þýskalandi að finna fyrir þegar unglingahópur réðst á hann og tætti sundur jólasveinabúninginn.
Hópur fimm eða sex 15 ára unglinga með innflytjendabakgrunn sáu rúmlega fimmtugan mann í jólasveinabúning hinum megin á götunni og ákváðu að gefa honum lexíu. Þeir fóru yfir götuna og hófu að áreita jólasveininn.
Hórubarn og fitusekkur
Hópurinn ásakaði jólasveininn um að vera „hórubarn“ og „fitusekk” og krafðist þess, að hann afklæddist jólasveinabúningnum. Þegar jólasveinninn neitaði því, þá toguðu þeir í fötin hans þar til þau rifnuðu. Einn unglingspiltanna tók jólasveininn kverkataki og hélt honum niðri. Þessi jólasveinaárás gerðist í Frankfurt í Þýskalandi. Glæpahópurinn réttlætti árásina með því að segja:
„Við erum múslimar og Þýskaland er landið okkar“.
Sumum vegfarendum fannst þetta fyndið og gerðu ekkert til að aðstoða jólasveininn. Á milli jólanna vinnur jólasveinninn Reiner á gröfu og drýgir út tekjurnar á jólunum en þá er eiga allir jólasveinar sérstaklega annríkt.
Ætlar að útbúa sig með piparúða
Jólasveinninn hefur aldrei áður upplifað að störf hans séu hættuleg. En nú segir hann að sér „sé brugðið, að hann sé þunglyndur og næstum því í áfalli.“ Jólasveinninn Reinir segir óvíst að hann fari í fleiri jólasveinaferðir í framtíðinni. Jólasveinninn segist vilja halda áfram en líklegast þurfi hann að vopnast piparúða.
Pörupiltarnir sem ekki þoldu að sjá jólasveininn, hurfu af vettvangi eftir árásina og ekkert til þeirra spurst eftir það. Bæði lögreglan og öryggislögreglan í Þýskalandi vinna engu að síður af fullum krafti við að rannsaka þessa árás á jólasveininn. Leikur grunur á, að glæpurinn eigi sér pólitískar ástæður.