Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins, er bók sem hefur verið í umræðunni að undanförnu, vegna þess að Bónus hafnaði því að taka við bókinni í verslanir sínar. Þorsteinn V. Einarsson og eiginkona hans Hulda Tölgyes eru höfundar bókarinnar.
Eftir nánari skoðun á skilmálum, kemur í ljós að þeir sem versla bókina af heimasíðu hjónanna thridja.is, skuldbinda sig að lágmarki til þriggja mánaða til að greiða áskrift fyrir bókina, þrátt fyrir að varan sé send heim til viðkomandi og einungis einu sinni.
Flestir lesa ekki skilamála og veltir fólk því fyrir sér hvort að þarna sé verið að plata fólk til að gerast ákrifendur, en í skilmálunum stendur einnig að ekki sé hægt að segja upp fyrr en eftir þrjá mánuði, og verði slíkur ágreiningur uppi, verð þeirri kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum, þá sé heldur ekki hægt að fá endurgreitt.
Samkvæmt Instagram síðu Karlmennskunnar varðandi sölu bókarinnar, kemur fram að 700 bækur hafi verið seldar í gegnum heimasíðuna, og því spurning hvort að þessir 700 manns viti af þessum skilmálum, og eigi því von á innheimtu næstu þrjá mánuði að lágmarki og lengur ef það segir ekki upp áskriftinni.
Í ljósi þess er hver áskrifandi að greiða að lágmarki 27.500 kr. fyrir bókina, gerir það samtals rúmar 19 milljónir króna, og ætti því að drýgja tekjur hjónanna svo um munar, að virðist á fölskum forsendum.
Kona nokkuð að nafni Esther, spurði út í skilamálana og svaraði Karlmennskan því að „skilmálarnir hafi óvart endað þarna og sé hálfstaðlað form“. Skilmálarnir hafa hinsvegar ekki verið fjarlægðir enþá af heimasíðunni. Eðli málsins samkvæmt er fólk því skuldbundið samkvæmt skilmálunum ef það kaupir bókina, þangað til þeim verður breytt eða fjarlægðir.
Þátturinn Norræn karlmennska á hlaðvarpsveitunni Brotkast fór einnig yfir málið, og má sjá hér neðar.
Skilmálarnir í heild sinni:
One Comment on “Þriðja vaktin bók „Karlmennskunnar“: skuldbinding í þrjá mánuði samkvæmt skilmálum”
Þorsteinn Vagina er hataðasti karlmaður Íslands ásamt Steingrími Njálssyni og manndómurinn á svipuðu plani og óþverrahátturinn sá sami.
Sumir hefðu fremur átt að,enda sem blettur í laki en svartur blettur í þjóðfélaginu.