Gústaf Skúlason skrifar:
Það þarf að stækka getu sænskra sjúkraflutninga til að hægt sé að takast á við þriðju heimsstyrjöldina. Ríkisstjórn Svíþjóðar telur svo geta verið og felur mörgum opinberum stofnunum það verkefni að samræma sjúkraflutninga til að mæta aukinni þörf ef þriðja heimsstyrjöldin brýst út.
Ríkisstjórnin felur Landlæknisembættinu og heilbrigðisyfirvöldum að kortleggja og lýsa núverandi úrræðum og skipulagi aðila ríkis, léna, sveitarfélaga og einstakra aðila í sjúkraflutningum. Kortlagningin á að innihalda „borgaraleg og hernaðarleg“ úrræði fyrir frum- og framhaldssamgöngur í bæði opinberum rekstri sem og einkarekstri.
Stjórnvöld verða að gera áætlun um, hvernig samræming á nýtingu mannafla, auðlinda og vista fari endanlega fram á landsvísu, þegar þriðja heimsstyrjöldin hefur brotist út. Áætlunin nær einnig yfir kreppur á friðartímum og auknum viðbúnaði, að sögn ríkisstjórnarinnar.
Hvert hið nákvæma hlutverk Svía er í stríðinu, sem þeim hefur verið úthlutað af Bandaríkjunum, hefur ekki verið gefið upp. Hins vegar sýnir skjal sem sænski herinn hefur sent ríkisstjórninni að búist er við, að Svíþjóð leggi í mikla fjárfestingu í útvíkkun á járnbrautakerfinu svo það geti annað flutningum sem gerir Svíþjóð að framvarðarsvæði í allsherjarstríði gegn Rússum.
Opinberlega hefur ekki verið greint frá hlutverki sænskra járnbrauta í stríðsskipulaginu, þrátt fyrir að ákvarðanirnar muni fá miklar afleiðingar fyrir almenna borgara. Lars Bern skýrandi hjá Swebbtv segir:
„Þetta þýðir, að öll Svíþjóð verður hernaðarlegt skotmark Rússlands.“